Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 98
97
þess var tilgangurinn að kanna hvort og þá hvaða tegund samfélagsmiðla
einstaklingar notuðu hvort sem þeir voru á vinnumarkaði eða ekki. Leitast
var við að svara spurningum eins og hvaða tegundir samfélagsmiðla voru
notaðar; hvort skipulagsheildir hefðu opinn aðgang og/eða leyfðu aðgang
að samfélagsmiðlum; hvort starfólk notaði samfélagsmiðla til þess að sinna
persónulegum málefnum á vinnutíma; og ef svo, hversu miklum tíma það
verði til þess og loks hvert væri viðhorf stjórnenda og annarra starfsmanna
til þessarar notkunar.
Mælitæki spurningakönnunarinnar var spurningalisti, sem byggður var
upp samkvæmt raðskala.58 Hann innihélt einungis lokaðar spurningar, 21
talsins, en bauð ekki upp á að svarendur gætu skrifað í „opin“ textasvæði.
Spurningalistinn var saminn í samvinnu við tvo mannauðsstjóra og tveir
sérfræðingar í tölvumálum fóru yfir hann. Spurningalistinn samanstóð
annars vegar af spurningum sem tengdust lýðfræðilegum og starfstengd-
um breytum og hins vegar spurningum sem vörðuðu samfélagsmiðla-
notkun. Spurningalistinn var lagður fyrir svarendur, sem teknir voru með
einföldu tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá, með símtali og sömuleiðis lagskipt
tilviljunarúrtak einstaklinga úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Úrtak
net panelsins var lagskipt eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og tekjum og
því ætlað að endurspegla sem best samsetningu landsmanna. Netpanellinn
samanstendur af fólki 18 ára og eldra af öllu landinu sem hefur samþykkt
að taka þátt í netkönnunum á vegum Félagsvísindastofnunar. Hvort úrtak
um sig var 1200 manns. Alls svöruðu 1283 og svarhlutfall reyndist 53%.
Framkvæmd könnunarinnar má sjá í töflu 1.
Tafla 1: Framkvæmd könnunarinnar
58 W. Lawrence Neuman, Social research methods: Qualitative and quantitative approaches,
7th ed., Boston, MA: Pearson, 2011; Mark Saunders, Philip Lewis og Adrian
Thornhill, Research methods for business students, 3rd ed., New York, NY: Prentice
Hall, 2003; William G. Zikmund, Barry J. Badin, Jon C. Carr og Mitch Griffin,
Business research methods.
SKJÁMENNING oG NETNoTKUN
Netkönnun Símakönnun Alls
Upplýsingaöflunn 19.02.13 – 04.03.13 19.02.13 – 04.03.13
Fjöldi í úrtaki 1200 1200 2400
Fjöldi svarenda 651 632 1283
Svarhlutfall 54% 53% 53%