Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 99
98
Gögnin voru síðan viktuð eftir kyni, aldri, búsetu og menntun til þess
að fá sem réttasta mynd af þýði. Það leiddi til þess að heildarfjöldi svara
varð 1252. Netkönnunin gaf 48% svaranna, eða 606, en símakönnunin
52%, eða 646, þannig að heildarfjöldinn var 1252.
Svörin voru greind með þeirri tölfræði sem þótti viðeigandi fyrir hverja
spurningu. Hlutföllum og fjölda svara var skipt niður eftir bakgrunnsþátt-
unum kyni, aldri, búsetu, hjúskaparstöðu, menntun, stöðu á vinnumark-
aði, starfsstétt, tekjum, stjórnmálaskoðun og starfsgeira svo og því hvort
gagnaöflun fór fram á neti eða í síma. Ákveðið var kanna svörin með tilliti
til allra þessara bakgrunnsþátta en í greininni verða einungis ræddir þeir
þættir sem reyndust áhugaverðastir eða marktækir á þann hátt að innan
við 0,1% líkur væru á því að munur, sem fram kom í hópi svarenda, væri
tilkominn vegna tilviljunar (p < 0,001).
Marktektarprófið kí-kvaðrat var notað til þess að meta hvort töl-
fræðilega marktækur munur væri á hlutföllum hinna mismunandi hópa.
Tölfræðileg marktekt þýðir til dæmis að það séu innan við 5% líkur á því
að munur, sem fram kemur í hópi svarenda, sé tilkominn vegna tilviljunar
(p < 0,05) og því má þess vegna halda fram með 95% vissu að sá munur,
sem birtist í úrtakinu, hefði einnig verið til staðar á meðal Íslendinga þegar
könnunin var gerð. Enn fremur gefur (p < 0,01) til kynna að munurinn sé
marktækur miðað við 99% öryggi og (p > 0,001) þýðir að fullyrða megi
með 99,9% vissu að munurinn sé til staðar í þýðinu.
Í spurningakönnuninni var athugað hjá hvaða tegundum skipulags-
heilda svarendur störfuðu. Svörin eru sýnd í töflu 2.
Tafla 2: Starfar þú hjá ríki, sveitarfélagi eða einkaaðila?
JóhaNNa GuNNlauGsdóttiR
Fjöldi Hlutfall
Ríkisfyrirtæki/ríkisstofnun 140 19%
Sveitarfélagi 145 19%
Einkafyrirtæki 448 60%
Annars staðar 18 2%
Fjöldi svara 751 100%
Ekki á vinnumarkaði 301
Svarar ekki 200
Alls 1252