Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 100
99
Starfandi á vinnumarkaði voru 751 af 1252 og einungis þeir gátu þannig
mögulega haft aðgang að samfélagsmiðlum í vinnunni svo framarlega sem
opið væri fyrir þá á vinnustaðnum; 38% þeirra störfuðu hjá opinberum
aðilum en 60% í einkageiranum. Aðrir voru annað hvort utan vinnumark-
aðar eða svöruðu ekki.
Hvað eigindlega hluta rannsóknarinnar varðar, það er viðtölin, voru
mismunandi starfsmannahópar valdir á kerfisbundinn hátt (e. purposive
sampling) í fimm skipulagsheildum þar sem fjöldi starfsmanna reyndist á
bilinu 150 til 1000.59 Viðtölin fóru fram á árunum 2013 til 2014. Rætt var
við stjórnanda, mannauðsstjóra, sérfræðing og almennan starfsmann60,
einn á hverjum vinnustað. Viðmælendur voru valdir með það fyrir augum
að þeir gætu veitt sem réttastar upplýsingar um persónulega samfélags-
miðlanotkun á vinnutíma með sem skýrustum hætti.61 Í viðtölunum var
notast við hálfstaðlaðan viðtalsramma (semi-structured interviews) sem inni-
hélt opnar spurningar. Þær spurningar tóku að hluta til mið af spurninga-
lista megindlegu könnunarinnar en viðmælendum var gefið tækifæri til
þess að tjá sig opinskátt og með eigin orðum um persónulega samfélags-
notkun á vinnutíma, það er hvort þeir notuðu miðlana vegna tjáskipta sem
vörðuðu persónuleg málefni og einkalíf. Rannsókninni var þó ekki ætlað
að mæla hvers konar persónulegum málefnum viðmælendur sinntu á miðl-
unum heldur einkum tímann sem þeir verðu til slíkra nota og viðhorf til
þess háttar notkunar eins og fyrr greinir. Notaður var sami viðtalsrammi
í öllum viðtölum en þegar rætt var við mannauðsstjóra var ekki einungis
spurt út í þeirra eigin notkun heldur einnig notkun annarra starfsmanna.
Talið var að mannauðsstjórar hefðu vitneskju um slíkt vegna eðlis starfs
þeirra.
Eigindleg aðferðafræði hentar vel gagnaöflun á vettvangi62 og viðtölin
59 Þórólfur Þórlindsson og Þorlákur Karlsson, „Spurningakannanir: Uppbygging,
orðalag og hættur“, Handbók í aðferðafræði og rannsóknir í heilbrigðisvísindum, ritstj.
Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson, Akureyri: Háskólinn á Akureyri,
2003, bls. 331–355.
60 Í þessari upptalningu stöðuheita teljast stjórnendur þeir einu sem eiginlegir yfir-
menn.
61 W. Lawrence Neuman, Social research methods: Qualitative and quantitative
approaches, 2011; Uma Sekeran, Research methods for business: A skill-building
approach, 3rd ed., New York, NY: John Wiley & Sons, 2000.
62 Robert C. Bogdan og Sari K. Biklen, Qualitative research for education: An introduc-
tion to theory and methods, 4th ed., Boston, MA: Allyn and Bacon, 2003; G. E. Gor-
man og Peter Clayton, Qualitative research for the information professional: A practical
handbook, 2nd ed., London: Facet Publishing, 2005.
SKJÁMENNING oG NETNoTKUN