Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 101
100
fóru ávallt fram á vinnustöðum viðmælenda.63 Viðmælendur voru sam-
tals 20 talsins hjá þremur einkaaðilum (fyrirtæki A, B og C) og tveimur
opinberum (stofnun D og E). Skipulagsheildunum voru gefin framan-
greind gervinöfn vegna trúnaðar við viðmælendur og vinnustaði. Lengd
viðtala voru 30 til 60 mínútur um það bil og þau voru hljóðrituð með leyfi
viðmælenda. Þá var viðmælendum gefinn kostur á að fara yfir afrituð við-
töl en einungis einn þeirra nýtti sér þann möguleika.64
Einkum var stuðst við aðferðir grundaðrar kenningar (e. grounded
theory) við greiningu viðtalanna; leitað var eftir þemum í gögnunum og
þau síðan kóðuð og flokkuð.65 Samanburður var sífellt í gangi og vísbend-
ingar fundnar sem samræmdust flokkun þemanna. Þemun snerust um
tegundir þeirra samfélagsmiðla sem notaðir voru; hvort opinn eða lok-
aður aðgangur væri að samfélagsmiðlum hjá skipulagsheildunum; umfang
persónu legrar notkunar samfélagsmiðla á vinnutíma og viðhorf stjórnenda
og annarra starfsmanna til slíkrar notkunar.
Samfélagsmiðlanotkun: Hvað segja gögnin?
Í kaflanum verður fjallað um niðurstöður þær sem fengust við greiningu
gagnasafnsins. Í spurningakönnuninni var spurt hvort svarendur notuðu
almennt Facebook, Twitter eða aðra samfélagsmiðla. Útkoman er sýnd í
töflu 3.
Tafla 3: Notar þú Facebook, Twitter eða aðra samfélagsmiðla á netinu?
63 Steinar Kvale, Interviews: An introduction to qualitative research interviewing, Thou-
sand oaks, CA: Sage Publications, 1996.
64 Kristin G. Esterberg, Qualitative methods in social research, Boston, MA: McGraw-
Hill, 2002; G. E. Gorman og Peter Clayton, Qualitative research for the information
professional.
65 Thomas A. Schwandt, Qualitative inquiry: A dictionary of terms. Thousand oaks,
CA: Sage Publications, 1997; Monique Hennink, Inge Hutter og Ajay Bailey,
Qualitative research methods, Los Angeles, CA: Sage, 2011.
JóhaNNa GuNNlauGsdóttiR
Fjöldi Hlutfall
Já 930 76%
Nei, nota ekki slíka miðla 248 20%
Nei, nota ekki netið 49 4%
Fjöldi 1227 100%
Svarar ekki 25
Alls 1252