Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 102
101
Meginhluti svarenda, eða 76%, notaði samfélagsmiðla. Einungis 20%
svarenda notuðu ekki þess háttar miðla. Í þessu sambandi er vert að geta
þess að ofangreind spurning átti erindi við alla sem svöruðu án tillits til
þess hvort þeir væru í starfi á vinnumarkaði eða ekki.
Í ljós kom að Facebook reyndist vinsælasti miðillinn en 84,5% sögð-
ust nota þann miðil, 7,5% Twitter og 8% aðra samfélagsmiðla. Svarendur
gátu nefnt fleiri en einn miðil og í ljós kom að 15% svarenda notuðu fleiri
en einn samfélagsmiðil.
Við skoðun á bakgrunnsþáttum reyndist marktækur munur á milli hóp-
anna kyn, aldur, hjúskaparstaða, menntun og staða á vinnumarkaði (p <
0,001). Konur notuðu samfélagsmiðla meira en karlar, eða 81% kvenna á
móti 70% karla. Yngri aldurshópar notuðu miðlana fremur en þeir eldri
en 99% þeirra, sem voru á aldrinum 18–29 ára, notuðu miðlana en aftur á
móti einungis 42% þeirra sem voru 70 ára og eldri. Hvað hjúskaparstöðu
varðaði kom í ljós að einhleypir voru virkastir á miðlunum en 90% þeirra
notuðu þá. Þeir, sem höfðu lokið bóklegu námi á framhaldsskólastigi, not-
uðu miðlana mest þegar notkunin var skoðuð með tilliti til menntunar, eða
86%, en þeir, sem höfðu verklegt framhaldsskólanám að baki, notuðu þá
minnst, eða 63%. Þegar kom að stöðu svarenda á vinnumarkaði reyndust
þeir, sem voru í námi og atvinnuleitendur, vera virkustu notendurnir (98%
og 93%) en þeir sem voru á eftirlaunum notuðu þá minnst, eða 47%.
Enginn munur kom fram á hópum með tilliti til búsetu.
Í viðtalskönnuninni kom fram að 15 af viðmælendunum 20 notuðu
samfélagsmiðla almennt. Allir þessir 15 notuðu Facebook og fjórir þeirra
notuðu jafnframt Twitter.
Misjafnt er hvort skipulagsheildir hafi opinn aðgang að samfélagsmiðl-
um. Í spurningakönnuninni var því spurt hvort opið væri fyrir slíka miðla
á vinnustaðnum þannig að starfsfólk gæti sinnt einkaerindum á vinnutíma
samanber töflu 4.
Næstum tveir þriðji hluti svarenda í starfi, eða 66%, hafði aðgang að
samfélagsmiðli á vinnutíma þannig að viðkomandi gætu sinnt einkaerind-
um á miðlunum í vinnunni.
Við nánari skoðun kom fram að stærri hluti karla, eða 72%, hafði slíkan
aðgang en færri konur, eða 59%, og reyndist sá munur marktækur (p <
0,001). Aðgangur reyndist oftar opinn hjá skipulagsheildum á höfuðborgar-
svæðinu, eða hjá 71% þeirra, heldur en á landsbyggðinni þar sem hann
reyndist opinn hjá 59% þeirra og sá munur var einnig marktækur (p <
SKJÁMENNING oG NETNoTKUN