Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 103
102
0,001). Þegar aðgengi var skoðað með tilliti til menntunar var munurinn
enn fremur marktækur (p < 0,001) og hafði háskólamenntað starfsfólk
oftast aðgang, eða 81%, en aftur á móti það, sem einungis hafði lokið
grunnskólaprófi, sjaldnast, eða 52%. Einkafyrirtæki reyndust fremur leyfa
slíkan aðgang, eða 63%, en hlutfallið var 42% hjá ríkisstofnunum. Þessi
munur reyndist marktækur (p < 0,001).
Í viðtölunum kom í ljós að þrjár skipulagsheildanna fimm höfðu opið
fyrir aðgang að samfélagsmiðlum, það er fyrirtæki A og B og stofnun D.
Tvær þeirra höfðu ekki opið fyrir slíka miðla, fyrirtæki C og stofnun E.
Þá var enn fremur spurt í spurningakönnuninni hvort þátttakendur not-
uðu samfélagsmiðla til einkanota á vinnutíma. Fram kom að 372, eða 49%
þeirra sem höfðu slíkan aðgang, notuðu miðlana til einkanota á vinnutíma
að meira eða minna leyti. Sumir svarenda gerðu það sjaldan, eða 7%, og
þá einungis þrisvar í mánuði eða sjaldnar þar sem aftur á móti 42% gerðu
slíkt oftar eða einu sinni til fjórum sinnum í viku og allt upp í tvisvar eða
oftar daglega.
Mismunandi reyndist með tilliti til stöðuheitis hversu mikið viðmæl-
endur notuðu samfélagsmiðla til einkanota á vinnutíma. Almennu starfs-
mennirnir þrír notuðu til þeirrar iðju tvær klukkustundir á viku samtals,
stjórnendur fjóra og hálfa, mannauðsstjórar sex og aðrir sérfræðingar átta
klukkustundir samtals. Einn almennu starfsmannanna, sá sem starfaði hjá
stofnun B, notaði ekki samfélagsmiðil á vinnutíma. Þá kom fram í viðtöl-
JóhaNNa GuNNlauGsdóttiR
Fjöldi Hlutfall
Já 582 66%
Nei 298 34%
Fjöldi 880 100%
Á ekki við, hef ekki aðgang að tölvu/neti í vinnunni 36
Er ekki í launuðu starfi 302
Veit ekki 15
Svarar ekki 19
Alls 1252
Tafla 4: Er opið fyrir samfélagsmiðla á netinu á vinnustað þínum
þannig að þú getir sinnt þar persónulegum málefnum í vinnutíma?