Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 109
108
Hagstofu Íslands gefa hins vegar til kynna nokkuð meiri útbreiðslu, eða að
rúmlega 80% einstaklinga nýti sér samfélagsmiðla.66 Þá sögðust 15 starfs-
mannanna 20 í viðtalskönnuninni nota samfélagsmiðla. Notkunin var
algengari meðal yngra fólks en námsmenn og þeir, sem voru á vinnumark-
aði, reyndust virkustu notendurnir samkvæmt spurningakönnuninni. Í ljós
kom að Facebook var vinsælasti samfélagsmiðillinn og vinsældir Twitter
og annarra samfélagsmiðla stóðu Facebook langt að baki. Vinsældir hinna
mismunandi samfélagsmiðla eru mismunandi eftir löndum en virkir not-
endur eru flestir á Facebook.67
Niðurstöður spurningakönnunarinnar leiddu í ljós að um tveir þriðju
skipulagsheildanna (66%) höfðu opið fyrir samfélagsmiðla á vinnutíma en
hjá einum þriðja var því ekki að heilsa. Samkvæmt viðtalskönnuninni höfðu
þrjár skipulagsheildanna fimm opið fyrir samfélagsmiðla. Niðurstöður rann-
sóknar, sem framkvæmd var í Kaliforníu árið 2000 um netnotkun almennt
vegna einkaerinda á vinnutíma, sýndu hindranir varðandi notkunina. Þar
kom fram að 62% svarenda var meinað að nota netið á vinnutíma.68 Þess ber
að geta að þegar könnunin í Kaliforníu var gerð var notkun samfélagsmiðla
ekki almennt komin til sögunnar. Áhugavert væri að gera frekari kann-
anir á net- og samfélagsmiðlanotkun vegna einkaerinda á vinnutíma í ljósi
aukinnar notkunar snjalltækja sem gerir fólki kleift að tengjast net- og
samfélagsmiðlum á vinnustað án þess að nýta til þess tölvu sem þar er.
Fróðlegt væri að vita hvort einhverjar skipulagsheildir leggja bann við slíkri
notkun en það virðist í raun allt að því óhugsandi.
Einkafyrirtæki virtust líklegri en opinber fyrirtæki til þess að hafa
opinn aðgang að samfélagsmiðlum, eða 63%. Hlutfallið var 42% með til-
liti til ríkisstofnana en 56% hvað sveitarfélög varðaði. Fram kom að þrjár
skipulagsheildanna fimm, þar sem viðtölin voru tekin, höfðu opið fyrir
aðgang að samfélagsmiðlum en færst hefur í vöxt að skipulagsheildir nýti
sér miðlana í viðskiptalegum tilgangi hin síðari ár.69
Af spurningakönnuninni mátti ráða að algengara var að karlar hefðu
þá reynslu að opið væri fyrir samfélagsmiðla þannig að hægt væri að
sinna einkaerindum á vinnutíma heldur en konur, eða 75% karla á móti
66 Hagstofa Íslands, „Ferðamál, samgöngur og upplýsingatækni“, bls. 22.
67 Jane Gibson, „Get stuck in to the world wide web“, bls. 21–22.
68 Yuan Ting og Ron Grant, „Inter usage of local government employees“, bls.
323–331.
69 ARMA International, Using social media in organizations; Nora G. Barnes og Justina
Andonian, The 2011 Fortune 500 and social media adoption.
JóhaNNa GuNNlauGsdóttiR