Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 110
109
59% kvenna. Þetta er athyglisvert þar sem samfélagsmiðlanotkun kvenna
almennt virtist algengari en karla þar sem 81% kvenna og 70% karla sögð-
ust nota miðlana. Allsendis óvíst er hvort þessi munur tengist kyni og hann
gæti eins tengst því að fleiri karlar eru ennþá í stjórnunarstöðum heldur
en konur. Þær niðurstöður, sem sýndu að opinn aðgangur sem þessi væri
algengari eftir því sem menntun var meiri, styðja það að opnari aðgang-
ur fyrir samfélagsmiðla til einkanota á vinnutíma kynni að vera tengdur
starfi. Sem dæmi má nefna að 81% svarenda með háskólamenntun sögðust
hafa slíkan aðgang á móti 52% þeirra sem höfðu einungis grunnskólapróf.
Þetta er í samræmi við niðurstöður Garrett og Danziger (2008) sem sýna
meðal annars að meira menntað starfsfólk sinnti fremur einkaerindum á
netinu á vinnutíma heldur en minna menntað.70
Engin þeirra þriggja skipulagsheilda, sem hafði opið fyrir samfélags-
miðla í viðtalskönnuninni, lagði bann við því að starfsfólk sinnti einka-
erindum á samfélagsmiðlum á vinnutíma. Af svörum viðmælenda mátti
greina að karlar, einkum þeir yngri, notuðu fremur samfélagsmiðla vegna
einkaerinda á vinnutíma heldur en konur. Það sem í þessu tilliti kom fram,
bæði í spurningakönnuninni og viðtalskönnuninni, samræmist niðurstöð-
um annarra rannsókna um net- og samfélagsmiðlanotkun starfsfólks á
vinnutíma með tilliti til einkenna svo sem kyns og stöðu.71 Í viðtölunum
kom fram að mismunur var á persónulegri samfélagsmiðlanotkun á vinnu-
tíma eftir starfsheiti. Almennu starfsmennirnir þrír notuðu tvær klukku-
stundir á viku til þess, stjórnendurnir fjóra og hálfa, mannauðsstjórarnir
sex og sérfræðingarnir átta klukkustundir samtals. Í þessari rannsókn má
gera ráð fyrir því að sérfræðingarnir þyrftu fremur að virkja hugann í starfi
en aðrir starfsmenn. Í því sambandi eru niðurstöðurnar aðrar en þær sem
komu í ljós í rannsókn Liberman, Seidman, McKenna og Buffardi (2011).
Þar kom fram að starfsfólk, sem stundaði vinnu sem reyndi síður á hugann
í starfi, var líklegra til þess að sinna einkaerindum á netinu á vinnutíma.72
Tæplega 50% svarenda í spurningakönnuninni nýttu sér möguleikann
á því að nota samfélagsmiðla vegna einkaerinda á vinnutíma og meirihlut-
70 Kelly R. Garrett og James N. Danziger, „on cyberslacking“, bls. 291.
71 Sama heimild, bls. 287–291; Guowei Jian, „Understanding the wired workplace“,
bls. 22–33; Jessica Vitak, Julia Crouse og Robert LaRose, „Personal internet use
at work“, bls. 1751–1759.
72 Benjamin Liberman, Gwendolyn Seidman, Katelyn Y. A. McKenna og Laura E.
Buffardi, „Employee job attitudes and organizational characteristics and predictors
of cyberloafing“, bls. 2192–2199.
SKJÁMENNING oG NETNoTKUN