Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 136
135
Guðni Elísson
Fúsk, fáfræði, fordómar?
Vantrú, Háskóli Íslands og akademísk ábyrgð
Nú rifjaðist allt í einu upp fyrir honum, að gefnu tilefni, að eitt sinn
hafði hann verið spurður hversvegna hann hataði einhvern tiltekinn
mann svo mjög. Þá hafði hann svarað, gagntekinn af sínu trúðslega
blygðunarleysi: „Hann hefur að vísu ekkert gert mér, en hinsvegar gerði
ég honum einu sinni ljótan grikk og samstundis fékk ég óslökkvandi
hatur á manninum“.
Fjodor Dostojevskí, Karamazov-bræðurnir (fyrra bindi), bls. 99.
Hann varð að hætta að kenna, eftir að guðfræðideildin, sem hann kenndi
við, lagði til, að kennsluleyfið yrði tekið af honum.
Níels Dungal, Blekking og þekking, bls. 406.
Það lítur frekar illa út fyrir siðanefnd ef úrskurður hennar er algjörlega á
skjön við sáttatillöguna sem nefndin hefur þegar lagt fram.
Matthías Ásgeirsson, „Söguskoðun Bjarna Randvers“,
kl. 12.48, 26. apríl 2010.
Fyrstu vikuna í október 2012 sendi félagsskapurinn Vantrú frá sér yfirlýs-
ingu sem beint var gegn Háskóla Íslands. Tilefnið var það að siðanefnd
HÍ hafði vísað frá kæru félagsins á hendur Bjarna Randveri Sigurvinssyni,
stundakennara í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild, en Bjarni hafði
m.a. verið sakaður um að draga upp villandi mynd af félagsskapnum og
trúleysi í námskeiði sínu Nýtrúarhreyfingum sem kennt var á haustmán-
uðum 2009. Í svari siðanefndarinnar sem er 11 blaðsíður eru færð ítarleg
efnisleg rök fyrir niðurstöðunni, en mat hennar var það „að umfjöllun
Bjarna Randvers Sigurvinssonar um trúlausa og félagið Vantrú […] hafi
samrýmst viðurkenndum kennsluaðferðum, verið innan ramma lýsingar á
Ritið 3/2014, bls. 135–189