Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 139
138
litlu félagi trúleysingja og reyna fela [svo] sig bakvið fræðimennsku?“ Nú
megi segja „hvað sem er í kennslustund HÍ!“ Þórður áréttar að þetta sé
„Akademískt frelsi án ábyrgðar“.4 Hann efast jafnframt um að kalla megi
það „fræðileg vinnubrögð“ þegar „"Fræðimaður" sem er að fræðast um
starfandi félag forðast það að hafa beint samband við félagið til að fræðast
betur um það“.5 Birgir Baldursson, einn af fimm stofnendum Vantrúar,
segir félagið hafa „orðið að bregðast við djöfulgangi BR“6 og setur fram þá
ögrandi samsæriskenningu (sem hann virðist sjálfur ekki alfarið fráhverf-
ur) að „valdaþræðir samfélagsins“ hafi verið „Bjarna í hag“ þegar bæði
lögreglukæru og siðanefndarkærunni var vísað frá.7 Hann setur fram þá
skýringu að „Biskupsstofa, frímúrarareglan og annar klíkuskapur stjórni
ákvörðunum lögreglunnar og þessarar siðanefndar“. Birgir segir þá sögu
ekki verri en aðra að „þessi nýja siðanefnd [hafi] jafnvel verið handvalin til
að redda Bjarna úr klípunni“8 og spyr hvort ekki sé rétt að „láta af þess-
ari blindu Bjarnatilbeiðslu?“9 Bjarni hafi lagt Vantrú í einelti og hann sé
4 Þórður Ingvarsson, kl. 15.53, 7. október 2012.
5 Þórður Ingvarsson, kl. 17.33, 7. október 2012.
6 Birgir Baldursson, kl. 0.47, 8. október 2012.
7 Vantrú lagði fram þrjár kærur á hendur Bjarna Randveri í Háskóla Íslands 5. febrúar
2010. Ein var afhent á skrifstofu Kristínar Ingólfsdóttur rektors, aðra fékk Pétur
Pétursson varaforseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar, en sú þriðja fór inn á
borð Amalíu Skúladóttur ritara siðanefndar. Fjórða kæran, sem var lögreglukæra
á hendur Bjarna, var send til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 27. maí 2011.
Lögreglustjórinn felldi hana niður 26. júlí 2012, en rúmum mánuði áður, 18. júní
2012, lögðu vantrúarfélagar fram fimmtu kæruna, í þetta sinn aftur til siðanefndar
HÍ en þar var um sömu kæru að ræða og dregin hafði verið til baka 28. apríl 2011.
Þeirri kæru var vísað frá 4. október 2012 á þeim forsendum að hún væri tilefn-
islaus.
8 Birgir Baldursson, kl. 19.02, 8. október 2012.
9 Birgir Baldursson, kl. 11.01, 10. október 2012. Mánuði fyrr neyddist Birgir til
að viðurkenna að hann hefði ekkert í höndunum sem sýndi fram á djöfulgang
og einelti Bjarna (annað en kannski vafasamar túlkanir á glærunum): „Ég gæti
alveg sokkið niður á sama plan og Bjarni og ákveðið að spyrða ykkur saman við
hann í einn hóp til að ráðast á. Það yrði ágætlega þéttur fúkyrðalilsti [svo] af ykkar
hálfu sem kæmi út úr því, þótt Bjarni sjálfur hafi passaði [svo] sig á að segja ekkert
skemmtilegt í öllu ferli málsins. En mun ég nenna því? Sennilega ekki, ég er ekki
með nógu mikinn aspergerer til slíkrar þermisstigsskrifstofuvinnu (ahh, nýtt orð
til að setja á fúkyrðalista BR).“ Sjá athugasemdir Birgis Baldurssonar (kl. 20.33,
9. september 2012) við bloggfærslu Hörpu Hreinsdóttur „Vantrú kærir Bjarna
Randver í fimmta sinn“ frá 1. september 2012: http://harpa.blogg.is/2012-09-01/
vantru-kaerir-bjarna-randver-i-fimmta-sinn/ [sótt 28. nóvember 2012].
GuðNi ElíssoN