Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 140
139
„fráleitt eitthvað einn og óstuddur í þessu, heldur með her manna á bak
við sig, volduga menn og samtryggða“.10
Vantrú endaði á að kæra Bjarna Randver tvisvar til siðanefndar HÍ,
fyrst í febrúar 2010 í máli 1/201011 og svo aftur í júní 2012 með því að
leggja fram kæruna aftur í máli 3/2012. Eins og fram kemur í skrifum van-
trúarfélaga stýrði ég vörn Bjarna innan skólans í fyrra kærumálinu. Í rit-
stjórnargrein sem birt var á vef Vantrúar 5. maí 2011 og ber nafnið „Aðför
Guðna Elíssonar að siðanefnd HÍ og Vantrú“ er því haldið fram að ástæða
þess að Vantrú dró upphaflegu kæru sína til siðanefndar til baka nokkrum
dögum fyrr hafi verið sú að nefndin hafi „ekki fengið vinnufrið og ljóst var
að sá friður myndi aldrei nást í þessu máli“. Þar segir: „Fremstur í hópi
þeirra sem trufluðu friðinn var Guðni Elísson.“ Að sama skapi er fullyrt að
„ef kvörtun Vantrúar hefði ekki haft rökstutt vægi þá hefði siðanefnd verið
fljót að vísa málinu frá eða úrskurða um sýknu Bjarna Randvers og stuðn-
ingsmenn hans ekki þurft að beita óvönduðum meðulum“.12 Við þetta má
gera ýmsar athugasemdir.
Fjöldi háskólakennara gerði ítrekað alvarlegar athugasemdir við með-
ferð fyrra kærumálsins hjá siðanefnd og stjórnsýslu háskólans, en siða-
nefnd braut sínar eigin vinnureglur í meðferð málsins. Engin viðbrögð
voru af hálfu háskólasamfélagsins við síðari kærunni eða meðferð hennar.
Andmælin beindust jafnframt á engum tímapunkti að Vantrú og snerust á
engan hátt um rétt einstaklinga og félagasamtaka til að leggja fram kærur
til siðanefndar HÍ, eins og ítrekað var í opinberri yfirlýsingu háskóla-
mannanna 109 sem send var út í desember 2011 og birtist í Morgunblaðinu
10 Sama. Matthías Ásgeirsson setur fram svipaða samsæriskenningu stuttu síðar þegar
hann segir á umræðuþræði (kl. 11.19, 1. nóvember 2012) við greinina „Háskóla-
undrin“ á vef Vantrúar frá 24. október 2012: „Nei, Moggafólk og stuðningsfólk
Bjarna kann betur við að ákvarðanir séu teknar í reykfylltum bakherbergjum – að
Davíð oddsson, biskupinn eða annar leiðtogi ákveði hvernig þetta er – enda þetta
fólk mjög upptekið af því að gera einstaklinga að leiðtogum Vantrúar. Það trúir
ekki öðru en að vondir einstaklingar séu á bak við þetta því það þekkir ekkert annað
í sínu lífi en að voldugir einstaklingar segi því hvernig það eigi að haga lífi sínu.“
Sjá: http://www.vantru.is/2012/10/24/12.00/ [sótt 2. nóvember 2012].
11 Í siðanefnd HÍ í kærumáli 1/2010 sátu prófessorarnir Þórður Harðarson, Þorsteinn
Vilhjálmsson og Sigríður Þorgeirsdóttir. Eftir að Þórður vék úr nefndinni í júní
2010 tók Ingvar Sigurgeirsson prófessor við formennsku ad hoc nefndar, en Þor-
steinn og Sigríður sátu áfram. Þá var jafnframt ákveðið að bæta Gerði Óskarsdóttur
og Guðmundi Heiðari Frímannssyni í nefndina. Sat þessi nefnd fram til aprílloka
2011, þegar Vantrú dró kæruna til baka.
12 Ritstjórn Vantrúar, „Aðför Guðna Elíssonar að siðanefnd HÍ og Vantrú“, 5. maí
2011: http://www.vantru.is/2011/05/11/09.00/ [sótt 21. nóvember 2011].
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?