Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 142
141
Bjarni hvernig skilgreiningarnar geta verið misvíðar og misþröngar eftir
því hvernig þær eru notaðar og af hverjum. Kærendurnir lýstu ítrekað
yfir andstöðu við víðar innihaldsskilgreiningar (t.d. gagnrýndu þeir það
að guðleysi geti talist trúarafstaða) og höfnuðu hlutverkaskilgreiningum í
heild sinni. Jafnframt beindi Bjarni augum að fjórum mismunandi form-
gerðum félagslegra hreyfinga sem hægt er að fella undir trúarhugtakið.
Þær nefnast kirkja (e. church), kirkjudeild (e. denomination), sértrúarhópur
(e. sect) og einstaklingshyggjuhreyfing (e. cult). Færa má fyrir því rök að
aðgerðir og viðbrögð þeirra vantrúarfélaga sem helst beittu sér í kærumál-
inu hafi dregið fram ýmsa samnefnara með Vantrú og félagslegum ein-
kennum sértrúarhópa, þótt félagsmenn myndu að sjálfsögðu ekki gangast
inn á slíka kenningu í ljósi þess að þeir hafna möguleikanum á því að ræða
sértrúarhópshugtakið á öðrum forsendum en út frá þröngri innihaldsskil-
greiningu þar sem tilvist yfirnáttúrulegra afla er viðurkennd.17
Brot siðanefndarinnar í máli 1/2010 gegn Bjarna Randveri gerðu henni
erfitt fyrir, eins og sýnt verður fram á. Vönduð efnisleg meðferð á kærunni
hefði leitt til algjörrar sýknu en þá hefði siðanefndin um leið setið uppi
með þá sakfellandi yfirlýsingu sem formaður hennar Þórður Harðarson
samdi í nafni hennar og sendi frá sér 16. apríl 2010. Þar átti Guðfræði- og
trúarbragðafræðideild að kröfu siðanefndarinnar að sakfella Bjarna með
því að harma kennsluhætti hans í opinberri yfirlýsingu. Þegar hér var
komið sögu hafði formaður siðanefndarinnar á engan hátt reynt að setja
sig inn í fræðilegar forsendur námskeiðsins og hafði tveimur dögum áður
neitað að taka við greinargerð Bjarna um námskeið sitt.
Málið varð þannig að prófsteini fyrir akademískt frelsi, ekki í þeim skiln-
ingi að Bjarni Randver reyndi á þolmörk hins fræðilega eða viðurkennda í
framsetningu sinni á efninu, því að slíkt var víðsfjarri. Ábyrgðin sneri alfar-
ið að Háskóla Íslands, en skólanum ber sem stofnun að standa vörð um
17 Um félagsfræðilegar skilgreiningar trúarhugtaksins má lesa víða, enda um fræðileg
undirstöðuatriði að ræða. Sjá t.d. Meredith B. McGuire, Religion. The Social Context,
Wadsworth Publishing Company: Belmont, 1992, bls. 9–15; Inger Furseth og
Pål Repstad, An Introduction to the Sociology of Religion. Classical and Contemporary
Perspectives, Ashgate: Farnham, 2006, bls. 15–28; Seth D. Kunin, Religion. The
Modern Theories, Edinburgh University Press: Edinburgh, 2003, bls. 73–99; John
A. Saliba, Perspectives on New Religious Movements, Geoffrey Chapman: London,
1995, bls. 105–134. Um fjórflokkunargreiningarkerfið má m.a. lesa hér: Meredith
B. McGuire, Religion. The Social Context, bls. 38, 133–171; Inger Furseth og Pål
Repstad, An Introduction to the Sociology of Religion, bls. 133–138. Flest þessi rit
voru annað hvort skyldulesning eða ítarefni í nýtrúarhreyfinganámskeiði Bjarna
Randvers.
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?