Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Qupperneq 143
142
viðurkennda akademíska kennsluhætti og skapa starfsmönnum sínum sem
ákjósanlegast rannsóknaumhverfi. Mál Bjarna hafði því víðar skírskotanir
fyrir íslenskt háskólalíf og fullyrða má að það hefði haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir akademíska starfshætti við skólann ef mark hefði verið tekið á
kærunni og verklag siðanefndarinnar verið látið óátalið. Spurningarnar
sem vakna snúast nefnilega ekki aðeins um ábyrgð háskólakennara, heldur
einnig um akademíska ábyrgð siðanefnda og stjórnsýslu í meðferð kæru-
mála. Von mín er ekki síst sú að með nákvæmri greiningu af þessu tagi verði
þau mistök sem áttu sér stað aldrei endurtekin, en kæra Vantrúar á hendur
Bjarna varð í meðförum HÍ að hættulegri atlögu að akademísku frelsi.
Hér verður sett fram túlkunaraðferð sem er í anda þess sem bandaríski
samfélagsrýnirinn Noam Chomsky boðar, en hann beitir ekki flóknum
félagsfræðilegum kenningum í samfélagsgreiningu sinni,18 heldur lítur svo
á að gagnrýnir menntamenn (e. intellectuals) eigi fyrst og fremst að leitast
við að grafast fyrir um sannleikann í sérhverju máli og andmæla fölskum
rökum sem ætlað er að réttlæta yfirgang og ofríki.19 Eins og Neil Smith
hefur bent á er Chomsky oft gagnrýndur fyrir að koma ekki með lausna-
bundna gagnrýni, hvergi séu settar fram yfirgripsmiklar kenningar eða
hugmyndir um hvað geti leyst ráðandi samfélagslíkön af hólmi.20 Eins og
ég hef sjálfur rætt í grein þar sem ég held þessari tegund samfélagsrýni á
lofti, má í þessari afstöðu Chomskys til gagnrýnnar greiningar glöggt sjá
andúð hans á hugmyndafræðilegu valdi: „Aðferð Chomskys ætti sérstaklega
að höfða til þeirra sem vantreysta hvers kyns allsherjarkerfum, sérstaklega
ef þeir trúa því að eina leiðin til þess að tryggja grundvallarmannréttindi
og raunverulegt lýðræði sé stöðugt aðhald, gagnrýnin og opin umræða.“21
Þeir sem stunda slíka greiningu verða jafnframt að horfast í augu við þann
möguleika að þeir geti einangrast, tapað fjárframlögum, virðingarstöðu og
trúverðugleika.
18 Sjá t.d. Robert F. Barsky, „Anarchism, the Chomsky Effect and the decent from
the Ivory Tower“, Critical Studies in Media Communication 5/2006, bls. 446–452,
hér bls. 450.
19 Jean Bricmont, „The responsibility of the intellectual“, The Cambridge Companion to
Chomsky, ritstj. James McGilvray, Cambridge: Cambridge University Press, 2005,
bls. 280–294 og 310–312, hér bls. 281–283.
20 Neil Smith, Chomsky. Ideas and Ideals, Cambridge: Cambridge University Press,
1999, bls. 188–189 og 192.
21 Guðni Elísson, „Hver er ráðgáta orwells? Um hlutverk gagnrýnna menntamanna
í samfélagsumræðunni“, Chomsky: Mál, sál og samfélag, ritstj. Höskuldur Þráinsson
og Matthew Whelpton, Reykjavík: Hugvísindastofnun og Háskólaútgáfan, 2013,
bls. 351–365, hér bls. 362.
GuðNi ElíssoN