Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 144
143
Ræturnar að samfélagsgreiningu Chomskys liggja í tveimur þekking-
arfræðilegum spurningum sem hann setti fram í bók sinni Knowledge of
Language: Its Nature, Origin, and Use, en nánast enginn gaumur hefur
verið gefinn að þessum mikilvægu forsendum fyrir samfélagslegri grein-
ingu hans.22 Vandamálinu gefur Chomsky nafnið „ráðgátu Platóns“ og
„ráðgátu orwells“. Ráðgátan sem kennd er við Platón „snýr að því að
skýra hvernig við getum vitað svo mikið um eðli veruleikans þegar vís-
bendingarnar eru af svo skornum skammti“, hún snýr að byltingarkennd-
um stökkum í skilningi okkar á veruleikanum. „Síðarnefnda vandanum er
ætlað að varpa ljósi á það hvers vegna við vitum svo lítið um ákveðna hluti
í ljósi ríkulegra sönnunargagna.“23 Í samfélagsrýni sinni fæst Chomsky
fyrst og fremst við ráðgátu orwells, en hann leitar skýringa á því hvern-
ig þrýstihópum tekst með markvissum aðgerðum að myrkva umræðuna,
hvernig sönnunargögnum er ýtt til hliðar í nafni sérhagsmuna, hvernig
þau eru „rangtúlkuð, ekki rædd, ekki leituð uppi eða þá að þau þykja ekki
fréttnæm“.24 Aðferðina má kalla „aðferð án leiðarvísis“. Aðferð Chomskys
er að sjálfsögðu siðferðilega gildishlaðin, en hún sækir ekki réttlætingu
í yfirgripsmikil hugmyndafræðileg sannleiksgildi, heldur má beita á alla
samfélagslega umræðu. Í andófsrýni af þessu tagi eru dregnar fram hvers
kyns þversagnir í málflutningi þeirra sem gagnrýnin beinist að, auk þess
sem hentistefna og hræsni eru gagnrýnd „og þurfa greinendur jafnan fátt
til starfans annað en hugrekki og heilbrigða skynsemi“.25 Aðferðin gengur
fyrst og fremst út á að: a) draga fram ósættanlegar þversagnir í málflutningi;
b) sýna hvernig lykilfullyrðingar eru byggðar á getgátum eða hreinlega
ósannar; c) varpa ljósi á fullyrðingar sem taka ekki mið af viðurkenndum
fræðilegum aðferðum eða viðmiðum; og d) leita uppi forsendur í málflutn-
ingi sem enginn myndi vilja gera að almennri reglu. Greinandinn forðast
of mikla endursögn og leitast við að leyfa þeim sem gagnrýnin beinist gegn
að segja frá með sínum eigin orðum. Aðferðin er plássfrek og lýsandi þótt
greinandi móti að sjálfsögðu sjónarhornið og talsvert vald er sett í hend-
ur lesandans sem verður að geta dregið sínar eigin ályktanir út frá þeim
gögnum sem fyrir liggja.
22 Noam Chomsky, Knowledge of Language: Its Nature, Origin, and Use, New York:
Praeger, 1986, bls. xxv.
23 Guðni Elísson, „Hver er ráðgáta orwells?“, bls. 352.
24 Guðni Elísson, „Hver er ráðgáta orwells?“, bls. 355.
25 Guðni Elísson, „Hver er ráðgáta orwells?“, bls. 357.
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?