Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 147
146
trúarfélagar fremur að túlka glærurnar sem þeir hafa í höndum sem svo að
Bjarni hafi í kennslustundinni með öllu talið þá óalandi og óferjandi. Engu
skiptir þótt lýsing Eggerts á kennslu Bjarna sé staðfest í vitnisburði allra
nemendanna sem skrifuðu greinargerðir um reynslu sína af námskeiðinu
og eru sumir þeirra þó yfirlýstir trúleysingjar. Hvergi vekur það heldur
spurningar hjá vantrúarfélögum að Bjarni skuli í námskeiði sínu flokka
þá með frjálslyndishópum, sem er ekki vænleg leið til árangurs ef tilgang-
urinn á að vera sá að miðla upplýsingum um haturshreyfingu, eins og svo
margir ásökuðu Bjarna um að gera.30 Rúmum tveimur árum síðar og eftir
að vantrúarfélagar hafa skrifað á annað hundrað greinar, pistla og fésbók-
arfærslur gegn Bjarna og kennsluháttum hans skrifar Jón Ólafsson þáver-
andi aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst kennaranum til varnar: „Ég hef
aldrei hitt neinn nemanda Bjarna sem hefur sakað hann um einhliða mál-
flutning, áróður eða ósanngirni í garð félaga eða einstaklinga.“31 En ekki
einu sinni vitnisburður nemenda skiptir máli þegar andstæðingar Bjarna
meta kennsluhætti hans, því Matthías Ásgeirsson, einn af meginhöfundum
kærunnar og fimm stofnendum Vantrúar, svarar Jóni svo: „Hafa þessir
nemendur forsendur til að dæma til um það í þessu máli.[svo]“ Þó sátu
ýmsir nemendanna sem Jón vísar til umrætt námskeið og sambærilegt
námskeið sem haldið var á Bifröst haustið 2011.32 Sjö þeirra nemenda sem
sóttu námskeiðið sem Bjarni var kærður fyrir skrifuðu greinargerðir um
reynslu sína og höfnuðu þeir allir túlkunum Vantrúar á glærunum.33
30 Bjarni Randver styðst við flokkunarkerfi J. Gordons Melton, „Liberal family“,
Encyclopedia of American Religions, Gale: Detroit, 1996, bls. 119–122.
31 Jón Ólafsson, „Kjarni málsins um Siðanefnd og kæru Vantrúar“, 26. desember
2011. Sjá sérstaklega athugasemdir #24 og #25 frá 31. desember 2011 og 2. janúar
2012: http://www.jonolafs.bifrost.is/2011/12/26/kjarni-malsins-um-siðanefnd-og-
kæru-vantruar/ [sótt 3. janúar 2011].
32 „Nýtrúarhreyfingar“, Háskólinn á Bifröst 2011: http://www.bifrost.is/pages/nam-
skeidslysingar-nytt/grunnnam/hhs-stad/val-3-ar/nytruarhreyfingar/ [sótt 29. janú-
ar 2012].
33 Sigríður Ingólfsdóttir segir: „[…] megináherslur Bjarna […] voru að nota gagn-
rýna hugsun og hann hvatti ávallt til þess að málefnin væru skoðuð frá sem flestum
sjónarhornum. Hann hvatti nemendur til að kynna sér sjálfir vel það efni sem til
umfjöllunar var. Hann benti á heimasíður, bækur, blaðageinar [svo], sjónvarpsþætti,
kvikmyndir og sá m.a. til þess að nemendur gætu heimsótt kirkjudeildir og trúar-
hópa. […] Á mínum námsferli innan HÍ upplifði ég hvergi eins góða leiðsögn um
ýtarefni og aðgengi að gögnum eins og undir leiðsögn Bjarna Randvers.“ Elín Lóa
Kristjánsdóttir segir: „Mér er kunnugt um ásakanir þær er Bjarni Randver situr
undir að ósekju. Sem nemandi varð ég ekki vör við neitt í kennslu Bjarna Randvers,
framkomu hans eða orðavali sem gæti rennt stoðum undir þær. Þvert á móti er það
GuðNi ElíssoN