Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 150
149
lagningu kæranna og fylgibréfsins og ítrekar Reynir þá spurninguna um
háðsgjörninginn: „Hvernig hæðumst við best að þessu flóni?“40
Eftir að Reynir hefur afhent kærurnar þrjár tilkynnir hann félögum
sínum það með orðunum: „Þremur sprengjum varpað … ósprungnar“.41
Næst sé svo að hefja birtingar á vef Vantrúar og vekja „athygli fjölmiðla á
hneykslinu“. Við taka ákafar umræður og er hernaðarmyndmál sem fyrr
ráðandi. Reynir leggur áherslu á að það sé „[g]óð hugmynd að tæma vopna-
40 Reynir Harðarson, „SBR“, kl. 19.16, 29. janúar 2010.
41 Reynir Harðarson, „SBR“, kl. 11.46, 5. febrúar 2010. Þrátt fyrir að vantrúarfélagar
hafni því að skilgreina eigi kærurnar frá 4. febrúar 2010 sem þrjár, þar sem erindi
hafi aðeins verið sent til siðanefndar og afrit til rektors og forseta Guðfræði- og
trúarbragðafræðideildar, eru kærubréfin þrjú ekki samhljóða. Eins og Reynir Harð-
arson leggur sjálfur áherslu á í lýsingu sinni á umræðuvefnum „SBR“ (kl. 13.38, 23.
janúar 2010) og í bréfunum tveimur til rektors og deildarforseta er hvergi minnst
á að sams konar erindi liggi fyrir annars staðar innan skólans. Í öllum þremur til-
vikum er farið fram á að kennsluefnið og „hæfni Bjarna Randvers sem kennara,
verði metin í ljósi […] athugasemda“ og vonast er eftir því í erindinu sem beint
er til rektors að niðurstaðan endurspegli „faglegan og fræðilegan metnað Háskóla
Íslands“, á meðan fræðilegur metnaður „guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍ“
er undir í bréfinu til deildarforseta. Reynir óskar síðan eftir fundi með rektor ann-
ars vegar og deildarforseta hins vegar „til að ræða efni [erindisins] og fá viðbrögð
þín“. Það er jafnframt augljóst af öllum samskiptum formannsins við vantrúarfélaga
að hann lítur á þetta sem þrjár aðskildar atlögur, t.d. segir hann frá því 7. febrúar
2010 að Bjarni viti nú af bréfi þeirra „til Péturs (þeir eru víst nánir) en hafði ekki
séð það“ (kl. 22.13) og af samhenginu má ráða að þetta sé bara upphafið af raunum
Bjarna (í ljósi þess að hann veit ekki af hinum bréfunum). Reynir fylgir síðan málinu
eftir í röð tölvupósta þar sem rekið er á eftir rektor, deildarforseta og siðanefnd (sjá
t.d. „SBR“, kl. 13.51, 9. febrúar 2010; og kl. 13.12, 12. febrúar). Reynir ítrekar að
vantrúarfélagar séu ekki „með öll eggin í körfu Péturs“ (sjá „SBR“, kl. 12.48, 10.
febrúar 2010) og kemur fylgibréfinu til Péturs, ásamt glæruröðunum til Fréttablaðs-
ins (sjá „SBR“, kl. 15.44, 18. febrúar 2010). Síðar segir hann: „Deildarstjóri, rektor
og siðanefnd verða að taka á þessu, það er gefið“ (sjá „SBR“, kl. 14.55, 19. febrúar
2010). Þegar rektor hafnar því að tjá sig um málið („SBR“, kl. 15.05, 22. febrúar
2010) snýr Reynir sér að fullum krafti að Pétri og siðanefndinni. Hann „mígur“
á Pétur í ítrekunarbréfi sem hann leggur fram á umræðuþræðinum („SBR“, kl.
20.44, 24. febrúar 2010) og þegar honum leiðist biðin eftir svörum segist hann
ætla að „Pönkast í Pétri “ (kl. 21.59, 5. mars 2010) og „Amast í Amalíu“, ritara
siðanefndar (kl. 12.37, 8. mars 2010). Augljóst er að vantrúarfélagar ráku málið á
þremur ,vígstöðvum‘ í senn, auk þess sem það var rekið á vef félagsins fyrir augum
almennings. Þegar útséð virðist um það að Pétur hafi í hyggju að gagnrýna Bjarna
fyrir kennsluhætti sína (sjá „SBR“, kl. 11.03 og 11.20, 9. mars 2010) lýsir ,Frels-
arinn‘ því yfir að „[n]æst [sé] það siðanefndinn [svo]“ („SBR“, kl. 11.48, 9. mars
2010). Á þennan hátt má færa fyrir því rök að vantrúarfélagar hafi sjálfir litið svo
á að um þrjár aðskildar kærur hafi verið að ræða. Hér verður þó einvörðungu rætt
um kæruna sem lögð var fyrir siðanefnd HÍ.
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?