Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 152
151
sýna þær berlega að annað hvort hefur Bjarni Randver miklar rang-
hugmyndir um okkur eða hann kýs að afbaka og afskræma trúlausa
og Vantrú gróflega gegn betri vitund.
Hvort sem útskýringin á þeim furðum sem við greinum brátt frá er
fáfræði, fúsk, fordómar eða skefjalaus áróður teljum við deginum
ljósara að kennsluefni Bjarna Randvers er Háskóla Íslands til hábor-
innar skammar.44
Stuttu eftir að greinaflokkurinn um Bjarna Randver og Vantrú tekur að
birtast á vef félagsins tilkynnir Reynir Harðarson félögum sínum að búið
sé að senda Fréttablaðinu „bréf okkar til Péturs og glæruraðirnar“.45 Þetta
gefur glögglega til kynna hversu föstum tökum félagið ætlar að taka málið
og láta einskis ófreistað að grafa opinberlega undan kennaranum áður en
skýringar hafa borist frá guðfræði- og trúarbragðafræðideild um fræðilegt
samhengi glæranna. Umræður næstu daga snúast um hugsanleg viðbrögð
háskólayfirvalda og rök þeirra stuðningsmanna Bjarna sem reyna að verja
málstað hans á ytri vefnum með misjöfnum árangri. Haukur Ísleifsson
ítrekar þá mikilvægi þess að sýna yfirvegun í svörum sínum við hvern
þann sem heldur uppi vörnum fyrir glærurnar. Athyglivert er að vantrúar-
félagar gera ítrekað ráð fyrir því að trúarafstaða stýri því hvort menn verji
kennsluhætti Bjarna, því að Haukur segir: „Passa sig að vera ekki dónaleg-
ur við fíflin allveg [svo] sama hversu þykk kúpan virðist á þeim. Skapa
svona fallegan “contrast” milli vanstilltu guðfræðingana [svo] og rólegu
vantrýslinganna“.46
Teitur Atlason vantrúarfélagi og fyrrverandi guðfræðinemi tók þátt í
undirbúningi kærunnar á hendur Bjarna Randveri þótt hann hefði sig ekki
mikið í frammi. Aðkoma hans að málinu er forvitnileg, ekki síst fyrir þær
sakir að hann hafði sótt þetta sama námskeið Bjarna árið 2005. Þó er það
ekki fyrr en fimm mánuðum eftir að umræðuþráðurinn er stofnaður að
einum af félögum Teits kemur til hugar að spyrja hann hvort hann hafi
ekki setið námskeiðið. Teitur játar á sig sök með semingi: „Það er eins og
mig minni það. EN það var ekki hamast í Vantrú SVoNA mikið. En það
var minnst á Matta og orðbragðið. “47 Þessa lýsingu Teits má bera saman
44 Reynir Harðarson, „SBR“, kl. 23.32, 6. febrúar 2010.
45 Reynir Harðarson, „SBR“, kl. 3.44, 18. febrúar 2010.
46 Haukur Ísleifsson, „SBR“, kl. 23.04, 24. febrúar 2010.
47 Teitur Atlason, „SBR“, kl. 11.27, 27. febrúar 2010. orðalagið bendir til þess að
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?