Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 153
152
við orð Eggerts Sólbergs í upphafi umræðuþráðarins, sem vitnað var í hér
að framan, og sá grunur hefði mátt vakna hjá vantrúarfélögum að hugsan-
lega væru þeir að misskilja glærur manns sem telur „stundum mikið til í
því sem [þeir segja]“. En hér höfðu þeir sem mest höfðu sig frammi í mál-
inu gengið of langt til þess að aftur yrði snúið – kærur höfðu verið lagðar
fram – og hópeflið virðist með þeim hætti að líklega hefði alltaf verið blás-
ið á öll mótrök. Bjarni var augljóslega sekur.
Teitur Atlason sagði heldur ekki söguna alla. Rúmu einu og hálfu ári
áður hafði hann skrifað grein á vef Vantrúar sem síðar birtist einnig sem
opnugrein í Menningarblaði Fréttablaðsins. Þar lýsir Teitur reynslu sinni af
náminu í guðfræðideild HÍ þar sem hann innritaðist 2003 og útskrifaðist
með B.A.-gráðu tveimur árum síðar. Teitur setur fram gagnrýni á upp-
byggingu námsins í Guðfræðideildinni, en í hans huga eiga „að vera skýr
skil á milli hinnar trúarlegu innrætingar og hinnar fræðilegu kennslu“.
Þessi athugasemd Teits beinist þó ekki að kennurum deildarinnar, því að
hann heldur því einnig fram að kennslan öll hafi verið „fyrsta flokks“ og
sumir kennararnir ógleymanlegir: „Sérstaklega reyndist Bjarni Randver
Sigurvinsson mér vel sem og Dr. Pétur Pétursson, en þeir hjálpuðu mér og
lásu yfir B.A [svo] ritgerðina mína“.48
Af hverju Teitur kaus að þegja um jákvæða reynslu sína af Bjarna á sama
tíma og andstæðingar hans drógu upp óþekkjanlega skrípamynd af honum
verður hér látið ósagt, en þegar hann er spurður af Matthíasi Ásgeirssyni
hvort honum þyki umfjöllun vantrúarfélaga ósanngjörn neitar hann því á
umræðuþræðinum en segist jafnframt ekki nenna „að standa í þessu“.49
Matthías minnir hann þá á eldri ummæli þar sem Teitur hvetur félaga
sína til þess að nota sér „þetta stigma okkur til framdráttar“ með því „að
kæra þetta eftir venjulegum boðleiðum Háskólans“, en líka með því „að
Teitur geti illa lagað minningu sína af námskeiðinu að ráðandi túlkun þeirra ein-
staklinga sem aldrei sátu það. Teitur hafnar því að hamast hafi verið „í Vantrú
SVoNA mikið“ sem gefur til kynna að Bjarni hafi hamast eitthvað. En svo grefur
hann undan þeirri staðhæfingu í næstu setningu með því að segja Bjarna hafa
„minnst á Matta og orðbragðið“. Erfitt er að túlka þá lýsingu sem atlögu af nokk-
urri tegund. Eggert Sólberg segir sjálfur í samræðum við Óla Gneista að Matthías
hafi komið „verst út úr tímanum“ sem er í samræmi við lýsingu Teits, þ.e. Bjarni
minntist á orðbragð Matthíasar. Sjá Óli Gneisti Sóleyjarson, „SBR“, kl. 17.28, 30.
september 2009.
48 Teitur Atlason, „Trúlausi guðfræðingurinn“, Menning, fylgiblað Fréttablaðsins 15.
júní 2008, bls. 6–7. Greinin hafði áður birst á vef Vantrúar 10. júní 2008: http://
www.vantru.is/2008/06/10/13.30/ [sótt 20. janúar 2010].
49 Teitur Atlason, „SBR“, kl. 19.02, 27. febrúar 2010.
GuðNi ElíssoN