Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 154
153
gera meira“, með því að „[g]era þessar glærur heyrumkunnar, leka þeim
í blöðin, birta á bloggunum okkar og ráðsast [svo] á þessar glærur og
rakaleysi þeirra á Vefnum okkar“.50 Síðar sama ár þegar vantrúarfélagar fá
197 síðna greinargerð Bjarna um fræðilegar forsendur námsins sjá þeir að
Bjarni hefur notað opinberan vitnisburð Teits í vörn sinni.51 Þeir gefa þó
lítið fyrir skýringarnar. Óli Gneisti skýrir mótsögnina svo á umræðuþræð-
inum:
Teitur var ekki meðlimur í Vantrú en hafði áður en hann gekk í
félagið töluverðar ranghugmyndir um það sem skýrast væntanlega
að hluta af kennslu Bjarna. Teitur hefur innan félagsins aldrei talað
gegn kvörtuninni en hefur haldið sig til hlés enda eru svona mál
erfið þegar um vin er að ræða.52
Óli Gneisti gefur hér ranglega í skyn að Teitur hafi ekki verið í Vantrú
þegar hann lofaði Bjarna Randver sem kennara. Teitur gekk í félagið 2006,
fljótlega eftir að námi hans við Guðfræðideild HÍ lauk. Grein Teits var
fyrst birt á vef Vantrúar tveimur árum síðar í júní 2008, þegar hann var
orðinn ritari í stjórn félagsins. Það er ekki fyrr en eftir að vantrúarfélagar
fara að leggja drög að kærunni gegn Bjarna á haustmánuðum 2009 að
Teitur snýst gegn sínum gamla kennara þvert á fyrri staðhæfingar.
Innrætingarkenning Óla Gneista er næsta forvitnileg því að hún birtir
mynd af Bjarna Randveri sem á talsverðu fylgi að fagna hjá þeim sem mest
höfðu sig í frammi í félaginu. Brenglaðar hugmyndir Teits um Vantrú má
að mati Óla „væntanlega að hluta“ skýra með kennsluháttum Bjarna, sem
hafi eitrað íslenska trúarumræðu bak við tjöldin um langa hríð:
Ég er líka viss um að þessi söguskoðun Bjarna er skoðun kirkjunar
[svo]. Hann er örugglega búinn að halda fyrirlestra sína innan kirkj-
unar [svo] um vantrúar ofstækismenn sem drepa oplátur [svo] og
borða skírð börn í morgunmat.53
Þessi kennsla BR setur nefnilega viðbrögð sumra við skrifum
mínum í ágætt samhengi. Hvernig stóð t.d. á því að Stefán Einar
50 Matthías Ásgeirsson, „SBR“, kl. 20.21, 27. febrúar 2010.
51 Bjarni Randver Sigurvinsson, „Svar við kæru Vantrúar. Greinargerð lögð fyrir
Siðanefnd HÍ í maí 2010“, bls. 57–58.
52 Óli Gneisti Sóleyjarson, „SBR“, kl. 21.50, 13. september 2010.
53 Frelsarinn, „SBR“, kl. 8.53, 2. október 2009.
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?