Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 155
154
[Stefánsson] talaði um mig með þessu orðum á sínum tíma:
[„]Varðandi þessa færslu óværunnar Matthíasar Ásgeirssonar sem
leggst eins og plága á alla kristilega umræðu sem fram fer á netinu
hérlendis[“.] Væntanlega hafði það eitthvað að segja að hann hafði
setið þetta námskeið hjá BR (geri ég ráð fyrir). Sami maður lýsti
mér sem úlf [svo] í sauðagæru þegar ég mætti í Silfur Egils. BR hefur
einfaldlega alið á fordómum gegn mér persónulega.54
Matti, Það [svo] þyrfti að staðfesta að hann hafi setið námskeiðið
hans BR. Ef svo er, sem er mjög líklegt, þá skýrir það mjög vel þessi
ofur fordómafulla skoðanir [svo] Stefáns Einars á þér.55
Tók hann [Stefán Einar Stefánsson] fram að færslan var merkt
skáldsaga og tekið fram að um lygi væri að ræða? Nei, að sjálfsögðu
ekki enda maðurinn menntaður hjá BR.56
Þetta þarf að vera opinbert og þá sérstaklega af því að Bjarni hefur
verið að eitra umræðuna um okkur og við okkur innan frá án okkar
vitundar í mörg ár. Hverju mynduð þið veðja að Bjarni hafi flutt
álíka fyrirlestra um okkur á lokuðum vettvangi kirkjunnar?57
Ég hef orðið var við augljósar afbakanir á kenningum ákveðinna
hvítasunnumanna og fleiri aðila þegar Þjóðkirkjan og menn á henn-
ar vegum eru að fjalla um “nýtrúarhreyfingar”. Einnig hef ég séð
ummæli erlendra predikara sem ég þekki vel til (þá skrifin þeirra,
ekki þá persónulega) slitin gróflega úr samhengi. Ég reikna með að
þetta megi rekja til Bjarna Randvers og kennslu hans í guðfræði-
deild.58
Líklega gengur þó enginn lengra í að skilgreina áhrifamátt Bjarna Randvers
í íslenskri trúarumræðu en Þórður Harðarson, formaður siðanefndar HÍ í
fyrra kærumálinu. Í greinargerð sem hann skrifar í Morgunblaðið í des-
ember 2011 eftir að grein Barkar Gunnarssonar um kærumál Vantrúar
hefur hlotið landsathygli er hann enn á þeirri skoðun að Bjarni hafi dregið
54 Matthías Ásgeirsson, „SBR“, kl. 2.47, 11. mars 2010. Stefán Einar Stefánsson sótti
aldrei námskeið Bjarna um nýtrúarhreyfingar.
55 Frelsarinn, „SBR“, kl. 3.31, 11. mars 2010.
56 Matthías Ásgeirsson, „SBR“, kl. 1.10, 13. mars 2010.
57 Óli Gneisti Sóleyjarson, „SBR“, kl. 17.52, 7. apríl 2010.
58 Sindri Guðjónsson, „SBR“, kl. 18.40, 25. apríl 2010.
GuðNi ElíssoN