Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 156
155
upp ranga mynd af Vantrú. Hann bendir þó á Bjarna til málsbóta, að sú
neikvæða greining sem fram fór í námsskeiðinu hafi haft svo slæm áhrif
á hópinn að vantrúarfélagar hafi farið að haga sér í samræmi við hana.
Þórður segir: „Allir sjá að Bjarni hefur ýmsar málsbætur, til dæmis vegna
þess ofurkapps sem vantrúarmenn hafa lagt á að sækja að honum eftir að
málið hófst. Þeir hafa þannig í raun að hluta gengið inn í þá mynd sem
Bjarni gefur af þeim í kennslu sinni.“59
Því verður ekki heldur neitað að í huga vantrúarfélaga er Bjarni
Randver stundum „voldugur andstæðingur“ eins og sjá má af herhvöt
Reynis Harðarsonar við upphaf kærumálsins þar sem hann sagði að van-
trúarfélögum bæri „skylda til að verja heiður okkar þegar á hann er ráðist
af svo voldugum andstæðingi að ósekju. Við munum berjast á vefnum, í
blöðum, með bréfum og jafnvel í fjölmiðlum þar til fullur sigur er unn-
i n n “60 ,Frelsarinn‘, einn af fimm stofnendum Vantrúar, dregur upp
eftirminnilega mynd á umræðuþræðinum „SBR“ af væntanlegum átökum
vantrúarfélaga við Bjarna í mars 2010 þegar hann segir: „Svona að auki
þá er Bjarni greinilega að rembast við að undirbúa sig með her manna
bak við sig. Það stefnir allt í sálfræðistríð.“61 Þessi hugmynd endurómar í
þeim orðum Birgis Baldurssonar 30 mánuðum síðar að Bjarni sé með „her
manna á bak við sig, volduga menn og samtryggða“.
59 Þórður Harðarson, „Greinargerð í siðanefndarmáli“, Morgunblaðið 8. desember
2011, bls. 21.
60 Sjá Reynir Harðarson, „SBR“, kl. 15:22, 12. febrúar 2010. Bjarni er ekki alltaf
fulltrúi valdsins í umræðu vantrúarfélaga því að oft hæðast þeir að honum. Að kröfu
Þórðar Harðarsonar formanns siðanefndar HÍ þrýsti Pétur Pétursson, varaforseti
Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar, fast á Bjarna í apríl 2010 að biðjast afsök-
unar vegna Kristsmyndar með Vésteini Valgarðssyni sem hann notaði sjálfur sem
afhelgandi tákn í trúleysisboðun sinni, en Bjarni hafði birt myndina á glæru í tíma.
Bjarni samþykkti með semingi að biðjast afsökunar á myndinni við lítinn fögnuð
Vantrúar:
Birgir Baldursson: „WTF! Hélt hann að við værum að kvarta út af henni? “
Reynir Harðarson: „Já, þetta sýnir veruleikaskynjun mannsins.“
Birgir Baldursson: „Er þetta einhver andskotans undirmálsmaður? Mann grunar
reyndar stundum að það séu einmitt slíkir sem veljast inn í guðfræðideildina.“
Reynir Harðarson: „Mér skilst það á ummælum manna um hann, í alvöru talað.
Maður [svo] á bágt að vissu leyti – barnalegur, einfeldningslegur, skilur ekki aðal-
atriði frá aukaatriðum … o.s.frv.“ („SBR“, kl. 9.47–10.54, 18. apríl 2010). Þótt
finna megi að orðavali vantrúarfélaga má taka undir það sjónarmið að krafan um
að gera Kristsmynd Vésteins að einhverju aðalatriði sé fáránleg. En hér var ekki við
„undirmálsmanninn“ og „einfeldninginn“ Bjarna að sakast. Krafan kom frá Þórði
Harðarsyni formanni siðanefndar HÍ.
61 Frelsarinn, „SBR“, kl. 20.54, 16. mars 2010.
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?