Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 158
157
Randvers. Kennarar bera ekki ábyrgð á skoðunum nemenda sinna og
nemendur éta ekki allt upp gagnrýnislaust eftir kennurum sínum. Hér
verður heldur ekki orðum eytt í kenninguna um leynifyrirlestra á vegum
Þjóðkirkjunnar né þá hugmynd að helsti hugmyndafræðingur og stefnu-
mótandi Samráðsvettvangs trúfélaga sé að eitra umræðuna um nýtrúar-
hreyfingar á bak við tjöldin.65 Eðli málsins samkvæmt er hljótt um vel
heppnuð samsæri. Engar vísbendingar hafa komið fram um varhugaverð
ítök Bjarna í íslenskri trúarumræðu, en skorturinn á sönnunargögnum
gerir hann þó ekki sjálfkrafa sekari en ella, eða flinkari í að hylja spor sín.
Á meðan enginn leggur fram áþreifanleg dæmi um ,djöfulgang‘ Bjarna
er erfitt að skoða slíkar hugmyndir sem nokkuð annað en illa ígrundaðar
samsæriskenningar sem ganga þvert á vitnisburð nemenda, samkennara og
allra þeirra sem af fordómaleysi kynna sér hófstilltar greinargerðir hans í
þessu máli sem öðrum.
Vantrúarfélagar hafa leitast við að skýra meinta andúð Bjarna Randvers
á félagsskapnum með því að skírskota til meintra stjórnmálaskoðana hans.
Þannig segir Jón Guðmundur Stefánsson: „Bjarni er náttúrulega gallharð-
ur Sjálfstæðismaður og er einn af þeim sem telur (raunverulega!) að amx
sé góður fréttavefur.“66 Sömu hugmyndir má greina í skrifum Matthíasar
Ásgeirssonar, en í athugasemd við pistilinn „Punktar um umfjöllun“ segir
hann: „Auðvitað átti að vísa þessu frá á formsatriðum eins og öllum öðrum
kærum á kristilega hægrimenn. Þannig var það fyrir hrun og þannig á það
alltaf að vera, kristilegir íhaldsmenn einsn [svo] og BRS eru stikkfrí, þannig
virkar kerfið bara. Gvuð blessi Ísland.“67
Völd Bjarna Randvers liggja samkvæmt þessari órökstuddu kenningu í
hugmyndafræðilegu og pólitísku baklandi hans, en sú skoðun skín iðulega
í gegn hjá gagnrýnendum Bjarna að hann tilheyri kristilegri og hægri sinn-
aðri harðlínuhreyfingu, sé einn af hinum íslensku svartstökkum. Um leið
er Bjarni orðinn hluti af velskilgreindum hópi með skýrar og fastmótaðar
skoðanir, hann hefur verið felldur inn í túlkunarsamhengi, sem svo aftur
styður hugmyndir gagnrýnenda hans á því sem þeir telja að búi að baki
65 Um samráðsvettvanginn má lesa í grein Bjarna Randvers „Samráðsvettvangur trú-
félaga á Íslandi og samskipti Þjóðkirkjunnar við önnur trúarbrögð“, Bjarmi 2. tbl.
2. árg. júlí 2008, bls. 27–31. Frumkvæðið að stofnun samráðsvettvangsins kom frá
Bjarna, Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur og Toshiki Toma.
66 Jón Guðmundur Stefánsson (Jogus), „SBR“, kl. 15.57, 31. janúar 2010.
67 Matthías Ágeirsson, „Punktar um umfjöllun“, Örvitinn 24. janúar 2012: http://
www.orvitinn.com/2012/01/24/20.45/. (Sjá kl. 19.52, 1. febrúar 2012). Það er til
marks um áhugann að umræðuþráðurinn er alls 66 blaðsíður í útprentun.
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?