Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 163
162
Í grein Sigurðar [Hólm Gunnarssonar „Mótmælandi Íslands“] sést
hvernig dylgjur BR geta blómgast og hver standardinn er þegar
afkvæmi guðfræðideildar fjalla um trúlausa. Mér finnst sérstaklega
skondið/sorglegt að guðfræðimenntaður maður þræti fyrir gyð-
ingahatur Lúters, sér í lagi þar sem ein af hættunum við málflutning
Vantrúar er jú að hann er vatn á myllu haturshreyfinga sem ofsækja
gyðinga. Þessir menn eru ekki bara fáfróðir og klikk heldur verulega
viðbjóðslegir.77
Segðu mér Carlos, heldur þú að Bjarni Randver hafi fjallað með
sama hætti um Þjóðkirkjuna sem hann tilheyrir og hefur starf-
að fyrir? Það er varla langsótt að segja að málflutningur hennar
og Lúthers geti (og hafi) verið vatn á myllu haturshreyfinga sem
ofsækja minnihlutahópa eins og gyðinga – er það nokkuð? Hefur
hann fjallað um einhvern annan hóp með sama hætti? Ekki er að sjá
af [svo] svo sé af glærum hans.78
Dæmin sýna hversu ótraustar fullyrðingar vantrúarfélaga eru. Reynir
Harðarson herðir á því að þeir verði að minna á hvernig Bjarni Randver
fjalli á ólíkan hátt um aðrar nýtrúarhreyfingar, en viðurkennir svo strax
á eftir að hann hafi ekki séð glærurnar sem hann byggi skoðun sína á.
Samanburður Matthíasar og ,Frelsarans‘ er að sama skapi marklaus þar
sem hvorugur hefur séð meira en 10% glæranna í námskeiðinu og ekkert
af glærum annarra námskeiða Bjarna. Hafa þeir því engar ,jákvæðar‘ og
,hlutlausar‘ glærur að bera saman við ,vondu‘ glærurnar um Vantrú, þær
einu sem þeir hafa undir höndum.
Samræðurnar sem spretta á umræðuvefnum vegna hugleiðinga Reynis
Harðarsonar um það að Vantrú fái „afar sérstakan og einstakan vínkil [svo]
í þessari umfjöllun BR“ eru lýsandi fyrir hversu óvönduð vinnubrögðin í
málsókninni reyndust. Haukur Ísleifsson spyr hvort þeir hafi afrit af öllum
glærunum og vill benda öðrum hópum á þær svo þeir geti brugðist við.
Matthías Ásgeirsson dregur úr þessari hugmynd vegna þess að „það virð-
ist ekki fjallað um aðra hópa með sama hætti og fjallað er um okkur/trú-
leysingja“.79 Þegar Svavar Kjarrval spyr hvort ekki sé einfaldlega hægt að
77 Reynir Harðarson, „SBR“, kl. 11.51, 17. mars 2010.
78 Athugasemd Matthíasar Ásgeirsson (kl. 15:22, 10. október 2012) við greinina
„Bjarni vann, Háskóli Íslands tapaði“ á vef Vantrúar, 6. október 2012: http://www.
vantru.is/2012/10/06/16.30/ [sótt 31. janúar 2012].
79 Matthías Ásgeirsson, „SBR“, kl. 17.16, 25. apríl 2010. Skáletrunin er mín.
GuðNi ElíssoN