Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 164
163
afhenda þessum „félögum glærurnar svo þau geti sjálf dæmt hvort ummæl-
in séu þess virði að fara í Siðanefnd?“ og segir að ef um sé að ræða mörg
kærumál sé aldrei „að vita hvort það gæti endað feril BR sem kennara“80
hafnar Matthías því með yfirlýsingu sem gengur þvert á það sem hann
sagði stuttu áður: „Við höfum ekki þær glærur. Erum bara með þennan
nýtrúarhreyfingapakka.“81 Reynir Harðarson ýtir loks þeim hugmyndum
út af borðinu að hafa samráð við önnur trúfélög: „Held að við ættum ekki
að flækja málið með því að draga aðra inn í myndina – nema sem við-
mið.“82 Það truflar hvorki Reyni né Matthías að hvorugur hefur séð við-
miðin sem þeir ganga út frá í sakfellingu sinni og upp frá þeirri stundu láta
vantrúarfélagar gjarnan í þessi ímynduðu viðmið skína.
En hvað er til í þessum órökstuddu fullyrðingum? Mismunaði Bjarni
Randver nýtrúarhreyfingum með þeim hætti sem gefið er til kynna? Eitt af
fræðilegum viðfangsefnum námskeiða í trúarlífsfélagsfræði er lýsing átaka.
Hvernig þrífst tiltekin trúarhreyfing innan samfélagsins? Hversu sterk er
staða hennar og hversu mikill ágreiningur er um hana meðal stjórnvalda
og annarra trúarhreyfinga? Ríkir samheldni innan hreyfingarinnar, eða er
allt logandi í deilum? Þessi nálgun er ljós af bókum og greinum námskeiðs-
ins, en meðal skyldulesefnis er m.a. að finna greinina „Public Agency in
Government-Religious Movement Confrontations“ eftir Stuart A. Wright
úr bókinni Cults, Religion and Violence en viðfangsefni hennar er tekið fyrir
ásamt ítarefni í heilu glærusetti. Í greininni er gerð grein fyrir þeim árekstr-
um sem helst hafa orðið milli stjórnvalda og umdeildra trúarhreyfinga víða
um heim, sérstaklega á síðasta áratug 20. aldar, tilgátur kynntar um hvað
hafi valdið þeim og rök færð fyrir því hvernig hægt sé að draga sem mest
úr átökunum. Sýnt er fram á hvernig fræðimenn, mannréttindahreyfingar
og samkirkju- og þvertrúarhreyfingar geta dregið úr félagslegri einangr-
un umdeildra trúarhreyfinga með því að koma fram sem skilningsríkir,
sanngjarnir og hlutlægir „milliliðir“ (e. Intermediate Groups) og aflað sér
þannig trausts, jafnt meðal fulltrúa trúarhreyfinganna sem og stjórnvalda,
samfélagsstofnana og fjölmiðla.83 Grein Wrights dregur glögglega fram
80 Svavar Kjarrval, „SBR“, kl. 18.59, 25. apríl 2010.
81 Matthías Ásgeirsson, „SBR“, kl. 20.26, 25. apríl 2010.
82 Reynir Harðarson, „SBR“, kl. 21.52, 25. apríl 2010.
83 Stuart A. Wright, „Public Agency in Government-Religious Movement Con-
frontations“, Cults, Religion and Violence, ritstj. David G. Bromley og J. Gordon
Melton, Cambridge: Cambridge University Press, 2002, bls. 102 –122. Af öðrum
bókum má nefna: John A. Saliba, Perspectives on New Religious Movements, London:
Geoffrey Chapman, 1995; John R. Hall, Philip D. Schuyler og Sylvaine Trinh,
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?