Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 167
166
33–34, 38–46, 57–58, 79–81), kalvínistum (6–10, 18, 24, 27, 27–30, 35–36,
42–43), lútherskum kirkjum (glærur 6, 13–21, 28–29, 40, 42–43, 45–50,
83–84), moonistum (glærusett I, 5–7, 18, 20–39, 41–42; II, 5–7, 18, 20–39,
41–42, 54–55, 57–58); mormónum (glærusett I, 3–4, 12–14, 17–18, 23–24,
26–33; II, 1–4, 6–33; III, 44–46; IV, 2, 8–9, 18–19), nýaldarhreyfingum
(17–27, 29, 35–36, 38, 40–41, 45–46, 53, 60, 69–70, 72, 85–86), nýalisma
(9–10, 12–18), nýheiðni og göldrum (glærusett I, 3–7, 15 og 18; II, 11 og
13; III, 6, 9, 13, 21, 29 og 48; IV, 9, 11, 13–14 og 16–25), rannsóknarstofn-
un pýramídafræðanna (glærur 6 og 10), rétttrúnaðarkirkjunni (glærusett
I, 8–12, 17; II, 15, 19, 33, 44, 55–56; III, 3–5 og 17; IV, 6–13, 31, 33–35),
rómversk-kaþólsku kirkjunni (glærusett I, 5, 11, 23–27, 38–39, 42, 64–68,
71, 74–77; II, 4, 24–34, 37; III, 2), unitörum (glærur 7–8, 12, 29–37),
spíritistafjölskyldunni (glærusett I, 21, 29–30 og 32–37; II, 6, 8, 11–12,
22, 26–27, 32–36 og 45–56), vísindakirkjunni (glærur 6, 10, 15 og 25–41)
og Vottum Jehóva (glærusett I, 22–23, 28, 30–32; II, 5–6, 19–21, 54; III,
3–44).
Ef allar kirkjudeildir og nýtrúarhreyfingar skilgreindu umræðufrelsi í
háskólum eins þröngt og vantrúarfélagar gera – og legðu jafn lítið upp úr
því að kynna sér kennsluefnið – væri líklega nóg í glærupökkunum tveimur
fyrir á fjórða tug kæra. Hverri kirkjudeild og trúarhreyfingu þætti þá á sig
hallað og væri íslenska þjóðkirkjan þar ekki undanskilin. Námskeið Bjarna
Randvers draga skýrt fram átökin kringum trúarlífið, jafnt innbyrðis átök,
ágreining og vantraust, svo ekki sé minnst á stríð milli ólíkra fylkinga. Þeir
sem kjósa að skoða glærupakkana með augum vantrúarfélaga geta af þess-
um sökum ranglega komist að þeirri niðurstöðu að Bjarna sé meinilla við
hvers kyns trúartilburði. Því er heldur ekki að neita að auðvelt væri að nota
glærur hans sem rök fyrir hófstilltu trúleysi – ágreiningurinn og misklíðin
innan og milli trúhreyfinga er svo mikil. En það er einmitt þessi skilningur
Bjarna á trúarlífinu sem leiddi hann til þess að stofna samráðsvettvang trú-
félaga ásamt ýmsum öðrum. Tilgangurinn var að auðvelda málefnalegri
samræðu í íslensku samfélagi og stuðla að gagnkvæmum skilningi og virð-
ingu, þótt þar kæmu að borðinu einstaklingar sem hafa í grundvallaratrið-
um ólíka sýn á lífið og tilveruna.
Sama gagnrýna en skilningsríka trúarlífssýnin sést glöggt í bréfi sem
Bjarni skrifaði nemendum sínum undir lok nýtrúarhreyfinganámskeiðs-
ins tveimur mánuðum áður en hann var kærður. Hann leggur áherslu á að
þeir nálgist „allt sem tengist fræðigreininni með bæði gagnrýnu og hlut-
GuðNi ElíssoN