Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 172
171
Í svari sínu gerir Reynir ranglega ráð fyrir að í víðri hlutverkaskil-
greiningu felist trúvörn og að aðferðin eigi rætur í djúpstæðri þörf til
að leggja trú og trúleysi að jöfnu. Skilgreiningin er þvert á móti félags-
fræðileg og runnin úr kenningum Durkheims sem var guðleysingi. Reynir
segir: „Mörgum trúmanni er mjög í mun að skilgreina trúleysi sem trú
[…]. Sumum trúleysingjum gremst þetta og segja að þá sé skalli háralitur
eða áhugaleysi á frímerkjasöfnun áhugamál.“99 Reynir beinir síðan augum
að þeirri spurningu hvort stjórnmála- og listastefnur geti flokkast sem
trúarbrögð og þykir það fásinna hin mesta: „okkur leikum þykir þessi
skilgreining bráðfyndin en um leið gerir hún umræðu um trúarbrögð að
skrípaleik. Aðhyllist þú einhver trúarbrögð? – Ha, já. Ég hef alltaf verið
Sjálfstæðismaður. Ert þú trúaður? – Ég hef alltaf verið hrifinn af express-
íonisma en er hallur undir kúbisma. Hver eru þín trúarbrögð? – Ég styð
Arsenal. Já, súrrealisminn veitir lífinu svo sannarlega kanínu!“ Vegna þess
að Reynir neitar að spyrja allra forvitnilegu spurninganna sem skilgrein-
ingin býður upp á sér hann ekki notagildi nálgunarleiðarinnar fyrir þá
sem vilja skerpa á trúleysi sínu og dýpka skilning sinn á veruleikanum.
Ef hin víða hlutverkaskipan snýst um ýmis hulin og nánast óvefengjanleg
viðmið sem við göngum að sem vísum í daglegu lífi okkar – trúum á, en
erum okkur ekki endilega meðvituð um – hefur skilgreiningin, svo aðeins
eitt dæmi sé tekið, djúpstæðar þekkingarfræðilegar skírskotanir. Slíkar
vísbendingar verða ekki síst forvitnilegar þegar skilgreinanlegir hópar
koma sér saman um grundvallarafstöðu. Gjáin milli trúar og þekkingar er
t.d. sjaldan eins augljós eins og þegar áhangendur tveggja knattspyrnuliða
deila um vítaspyrnu. Svo má auðvitað spyrja sig hvort það geti talist áhuga-
leysi um frímerkjasöfnun ef 200 einstaklingar ganga í félag gegn slíkri
tómstundaiðju, skipuleggja opinberar aðgerðir, bjóða erlendum andstæð-
ingum frímerkjasafnara til landsins, hanna vef umhverfis félagið og skrifa
síðan á næstu tíu árum yfir þrjátíuþúsund greinar á vef félagsins og á eigin
vegum þar sem þeir finna söfnuninni allt til foráttu.
Bjarni Randver gekk út frá víðri innihaldsskilgreiningu þegar hann ákvað hvert
umfang námskeiðs hans um nýtrúarhreyfingar myndi vera, en þá telst sérhver
fullyrðing „um tilvist eða tilvistarleysi handanveruleika, yfirnáttúrulegra afla eða
guða“ vera trú. Sjá „Frjálslynda fjölskyldan i“, glæra 6. Sú ákvörðun stýrði á engan
hátt umræðunni um „nýtrúarhreyfingarnar“ því að þá var víðum og þröngum
innihalds- og hlutverkaskilgreiningum beitt til þess að skoða viðfangsefni í sem
fjölbreytilegastri mynd.
99 Reynir Harðarson, „Vantrú: Hundalógík og kanínur: Guðfræði 102“, Vantrú, 31.
mars 2010: http://vantru.is/2010/03/31/09.00/ [sótt 10. mars 2014].
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?