Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 173
172
Krafan um skilgreiningarréttinn tengist því félagslega og túlkunar-
fræðilega aðhaldi sem einkennir Vantrú, en Bjarni Randver sýnir glögg-
lega hversu langt félagsmenn eru tilbúnir að ganga í skýrslu sinni „Svari
við kæru Vantrúar“.100 Margir hafi upplifað starfshætti og varnarviðbrögð
vantrúarfélaga sem ákveðið form eineltis, en forystumennirnir hafa að
sama skapi brugðist við með því að vara við allri slíkri gengisfellingu hug-
taksins.101 Ekki er ólíklegt að ýmsir upplifi samstöðuna sem vantrúarfélag-
ar sýna hver öðrum sem ögrun, en félagsmenn eru þekktir fyrir að hópast
saman á hinum trúarlega umræðuvettvangi til þess að kveða í kútinn ýmsar
bábiljur og kreddur. Allt gera þeir þetta í þeim tilgangi að forða fólki frá
því að ganga „um með rangar skoðanir“, svo vísað sé í áðurnefnd orð
Hjalta Rúnars Ómarssonar.
Heilagt stríð Vantrúar ætti þó ekki að afgreiða sem kaldranalega hern-
aðartaktík. Fyrir ýmsum félögum er um persónulegt réttlætismál að ræða
en þeir upplifa félagsfræðilega greiningu Bjarna sem megna óvirðingu.
Bjarni brýtur með túlkun sinni gegn sjálfsmynd þeirra eins og má sjá í kyn-
ferðismyndmálinu sem þeir beita stundum þegar þeir takast á við tilhugs-
unina um að Bjarni lesi þá og setji orð þeirra í annað samhengi en þeim
þykir við hæfi. Óli Gneisti Sóleyjarson kallar gagnagrunn þann sem Bjarni
hefur komið sér upp á síðustu áratugum um trúarumræðuna á Íslandi, en
þar má m.a. finna mikið magn upplýsinga um íslenskar trúleysishreyfingar,
„einkarúnksafn“ Bjarna, á meðan Þórður Ingvarsson veltir því fyrir sér
hvort Bjarni örvist kynferðislega yfir stóryrðalistum þeim sem hann hefur
tekið saman upp úr skrifum vantrúarfélaga: „Þetta er krúttlega krípi til-
hugsun og alls ekki fjarri sannleikanum – einsog þú veist. En veistu; það
væri verulega fokking krípí ef þú værir að fróa þér yfir orðum mínum.
Sú tilhugsun. Úff. Ég fengi hroll ef mér væri ekki skítfiokkingsama. Bara
svona, þér að segja.“ Að lokum er Birgi Baldurssyni umhugað um að tengja
áhuga Bjarna á trúarlífsfélagsfræði kynferðislegri endaþarmsörvun, en
hann hefur oftar en einu sinni kallað innihaldsgreininguna „þermisstigs-
skrifstofuvinnu“.102
100 Bjarni Randver Sigurvinsson, „Svar við kæru Vantrúar“. Sjá sérstaklega kaflann
„orðræðan“, bls. 82–130.
101 Þórður Ingvarsson, „Leggjum við fólk í einelti?“, Vantrú 1. febrúar 2011: http://
www.vantru.is/2011/02/01/09.00/ [sótt 14. mars 2014].
102 Óli Gneisti Sóleyjarson, „SBR“ (kl. 1.30, 14. september 2010); Þórður Ingv-
arsson, „Bjarni minn, í alvöru?“, 7. september 2011: http://blogdodd.maurildi.
com/2011/09/07/bjarni-i-alvoru/; athugasemdir Birgis Baldurssonar við ritstjórnar-
greinina „Háskólaundrin“ (24. október 2012): http://www.vantru.is/2012/10/24/
GuðNi ElíssoN