Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 174
173
Uppnefnaþrönginni sem beint er að Bjarna Randveri á þeim enda-
lausu listum sem hann hefur tekið saman má skilgreina sem tilraun
félagsmanna til þess að kveða hann í kútinn, að svara „þverhausarúnk-
inu“ í honum.103 Hér er sýnishorn. Bjarni er glámskyggn og grunnfær,
mannfýla, flón, fáviti, fífl, rotið epli, andstæðingur, andskotans hálfviti,
djöfulsins lúði, hlandspekingur, hlandhaus, skaddaður KFUM-drengur,
slordóni, kauði, fáfróður, klikk, viðbjóðslegur, hrokafullur fáviti, fucking
fucker, guðfræðifáviti, aumingi, vitleysingur og undirmálsmaður. Bjarni á
bágt að vissu leyti. Hann er barnalegur, einfeldningslegur, alvarlega húm-
orlaus, stropaður, forhertur, hálfgerður api, gaur, drulluháleisti, andskoti,
undirförull djöfull, guðsmaður, meðalgreindur mannapi, lygari, skítalabbi,
karlógeð, kóni, heigull, ómenni, bjána guðfræðingur með kjánalega húfu,
steiktur, klikkaður, með asperger, vanhæfur sem kennari, veruleikafirrtur,
bölvaður vesalingur, kaunfúll barmabrundull, þrumukunta og þarmasugu-
legremburotta sem angar af tussudufti, algjörlega úti að skíta, barnaskóla-
kennari og vanviti sem hýðir sjálfan sig sér til sársaukafullra ánægjustunda.
Bjarni er ekki skarpskyggn, ekki ærlegur, fer með ósannindi, fer með rang-
færslur í kennslu, fer undirförlar leiðir, er með gagntæka truflun á þroska,
er skynlítill, smáborgari, tröll, þjófur, þrjótur, hylmari, mykjudreifari, óbil-
gjarn, óheiðarlegur og ofstækisfullur í málflutningi. Bjarni er óvandaður
maður sem vílar ekki fyrir sér að beita siðlausum bolabrögðum. Bjarni
er BRandari, Brandver, „fræðimaður“, Guð”fræðingur” og fjörulalla-
stigamaður með útferðarfés Bob Sagets og Óla Skúla. Bjarni er þraut-
armein Háskóla Íslands, kennsla hans er prump, hann hefur gerst sekur
um fíflaskap, siðleysi, lygar og afskaplega lélega akademík, er minni fiskur
en Hannes Hólmsteinn Gissurarson og hegðar sér eins og kjáni í alla
staði. Bjarni er með öllu áhugalaus um samhengi hluta „heldur safnar ein-
faldlega saman því sem hljómar illa fyrir Vantrú“104 og síðast en ekki síst
12.00/; og bloggfærslu Hörpu Hreinsdóttur „Vantrú kærir Bjarna Randver í fimmta
sinn“ (9. september 2012, kl. 20.33): http://harpa.blogg.is/2012-09-01/vantru-
kaerir-bjarna-randver-i-fimmta-sinn/ [sótt 28. nóvember 2012]. Fleiri dæmi um
þetta eru rakin í grein minni „Britney fokkíng Spears“.
103 Hér verður ekki vísað í upprunastaði uppnefnanna með neðanmálsgreinum. Það
er gert í stóryrðalista þeim sem Bjarni Randver tók sjálfur saman. Hann er á annað
hundrað síður, en aðeins hluti stóryrðanna beinist að honum sjálfum. Sjá óútgefna
skjalið „Viðbætur við stóryrðalista vantrúarfélaga“. Ég ræði listana í tengslum við
innihaldsgreiningu í grein minni „Britney fokkíng Spears“.
104 „opið bréf til 40 háskólakennara“, Vantrú 12. maí 2011: http://www.vantru.
is/2011/05/12/15.05/ [sótt 14. maí 2014].
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?