Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 176
175
Réttlætingarþörfin verður býsna augljós þegar haft er í huga að Bjarna
Randveri gafst loks tækifæri til þess að leggja fram skýringar sínar á glær-
unum og námskeiðinu með skýrslu sinni „Svar við kæru Vantrúar“ 17. maí
2010. Þegar þar var komið sögu höfðu vantrúarfélagar skrifað 28 opinbera
pistla um málið, ýmist á vef félagsins eða á sínum eigin vefsvæðum.108 Var
þarna oft tekist harkalega á um persónu Bjarna og það er til marks um
magnið að í útprenti eru þetta rúmlega 330 síður. Þessum opinberu grein-
um var án efa ætlað að hafa áhrif á störf siðanefndarinnar og það skýtur
skökku við að vantrúarfélagar skuli halda því fram að háskólakennarar
og doktorsnemar hafi spillt málsmeðferðinni með óopinberri yfirlýsingu
þeirri sem skrifuð var 30. apríl 2010, þar sem skorað var á siðanefnd HÍ að
fara eftir sínum eigin starfsreglum, virða andmælarétt Bjarna og taka málið
til efnislegrar meðferðar. Síðar var tekið undir þau sjónarmið fundarins í
skýrslu óháðrar nefndar sem háskólaráð skipaði til þess að fara yfir málið,
en nefndin skilaði áliti sínu í september 2011.109
Blekking, þekking og akademísk ábyrgð í Háskóla Íslands
Hvers vegna kom á þriðja tug kennara og doktorsnema saman að ræða
kærumálið á hendur Bjarna Randveri í apríllok 2010? Ástæðan var einföld.
Tveimur vikum fyrr, 16. apríl 2010, hafði Þórður Harðarson formaður siða-
nefndar HÍ sent tölvupóst á Pétur Pétursson, varadeildarforseta Guðfræði-
og trúarbragðafræðideildar,110 Jónatan Þórmundsson og Ingibjörgu
Halldórsdóttur lögfræðinga HÍ, aðra siðanefndarfulltrúa og Reyni
108 Pistlarnir eru hugsanlega fleiri, en 28 frá þessu tímabili er að finna í möppu sem
Bjarni hefur tekið saman um málið og nefnist „opinber skrif vantrúarfélaga
gegn Bjarna Randveri Sigurvinssyni í kærumáli nr. 1/2010 hjá Siðanefnd HÍ“.
Vantrúarfélaginn Frosti Logason fjallaði jafnframt um málið í útvarpsþættinum
Harmageddon á X-inu í marsmánuði 2010. Það er til marks um þungann í sókn van-
trúarfélaga að í möppunni „opinber skrif vantrúarfélaga“, sem er 709 útprentaðar
blaðsíður, eru á annað hundrað pistlar, allir skrifaðir áður en málið kemst í hámæli
og áður en Bjarni tekur loks opinberlega til varnar í desember 2011.
109 Sjá „Skýrsla óháðrar nefndar um mál siðanefndar Háskóla Íslands nr. 1/2010,
aðdraganda þess og málsmeðferð“. Áfellisdómur óháðu nefndarinnar var þungur,
en niðurstaða hennar var m.a. sú að siðanefndin hefði brotið starfsreglur sínar (gr.
1, 4–6). Auk þess gerir óháða nefndin „alvarlegar athugasemdir við [það] verklag
siðanefndarinnar“ að funda óformlega með kærandanum í málinu, um leið og
Bjarni Randver er útilokaður frá málsmeðferðinni (sjá t.d. bls. 6, 23, 41–42).
110 Pétur Pétursson leysti Hjalta Hugason af sem forseti deildarinnar á vormánuðum
2010, en Hjalti var þá í rannsóknarleyfi.
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?