Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 177
176
Harðarson formann Vantrúar þar sem „hugmynd siðanefndar að sáttum“
er kynnt. Þórður segir að siðanefndin sé „ekki tilbúin að gera róttækar
breytingar“ á sáttabréfinu, en hins vegar geti „minni háttar orðalagsbreyt-
ingar verið til skoðunar, ef brýna nauðsyn ber til“. Í sáttinni felst m.a. að
deildarforseti og varadeildarforseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar
HÍ lýsi því yfir opinberlega að þeir „viðurkenn[i] og harm[i], að kennslu-
efnið fel[i] ekki í sér hlutlæga og sanngjarna umfjöllun um félagið Vantrú,
málstað þess og einstaka félagsmenn“. Póstur Þórðar var ekki sendur á
Bjarna og hann var á engan hátt hafður með í ráðum. Þó var Bjarni sá sem
málið varðaði mest, enda beindist kæran að honum. Með bréfi sínu braut
siðanefndin 5. grein starfsreglna sinna, eins og óháða rannsóknarnefndin
benti á, en henni bar að „afla með kerfisbundnum hætti upplýsinga um
máið [svo], vinna úr þeim og eftir atvikum leggja mat á þær“.111 Á þessum
tímapunkti hafði siðanefndin aðeins fengið kæru Vantrúar í hendur og
tveimur dögum fyrr hafði Þórður neitað að ræða við Bjarna eða funda með
honum og hafnað því að taka við skýrslu hans, „Svari við kæru Vantrúar“,
en þar leitast Bjarni við að útskýra þær fræðilegu forsendur sem liggja að
baki námskeiðinu.112 Þórður lýsti því jafnframt yfir að það væri Bjarna
fyrir bestu að Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ felldi yfir honum,
kennslu hans og fræðistörfum opinberan áfellisdóm því að annars myndi
hann hljóta verra af frammi fyrir siðanefndinni. Andmælaréttur Bjarna var
því hafður að engu og braut siðanefndin þar 6. grein starfsreglna sinna.
Þórður braut jafnframt gegn 4. grein starfsreglna siðanefndarinnar, en
samkvæmt henni bar nefndinni að leggja sjálfstætt mat á hvort kæruatrið-
in vörðuðu brot á siðareglum HÍ, en augljóslega þarf að gera slíkt áður
en mál er lagt í sáttaferli.113 Loks braut Þórður 1. grein starfsreglnanna
111 Sjá „Skýrsla óháðrar nefndar um mál siðanefndar Háskóla Íslands nr. 1/2010,
aðdraganda þess og málsmeðferð“, bls. 6.
112 Harpa Hreinsdóttir birtir flest frumgögn málsins í greinargerð sinni „VANTRÚ
GEGN BJARNA RANDVER SIGURVINSSYNI. MÁL 1/2010 FYRIR SIðA-
NEFND HÍ“, bls. 66–69.
113 Í fyrstu tveimur fundargerðum siðanefndarinnar kemur hvergi fram að sjálfstætt
mat hafi farið fram á því hvort kæruatriðin varði brot á siðareglum HÍ. Í fyrstu
fundargerðinni frá 25. mars segir að slíkt þurfi að gera, en á sama tíma er Þórði
Harðarsyni falið að leita sátta. Í þriðju fundargerðinni sem skrifuð er 6. maí 2010,
viku eftir að akademískir starfsmenn í HÍ gagnrýna nefndina fyrir að brjóta eigin
reglur, kemur fram að fyrstu tvær fundargerðirnar séu nú „[s]amþykktar með
orðalagsbreytingum“. Fjórum og hálfum mánuði síðar, 1. september 2010, heldur
siðanefnd sjötta formlega fundinn í kærumáli Vantrúar, en þá er prófessor Ingvar
Sigurgeirsson búinn að taka að sér formennskuna og búið að bæta tveimur nýjum
GuðNi ElíssoN