Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 180
179
á forsendum trúarbragðafélagsfræði.“117 Pétur sagði vanhæfi formanns-
ins felast í „vanhæfni til að skilgreina kæruna yfirleitt, áhugaleysi á því
að kynna sér á nokkurn hátt sjónarmið Bjarna og þeirra fræða sem hann
stundar“.118
Innrætingarhugmyndin er enn ríkjandi á haustmánuðum 2010
þegar siðanefndin setur fram þá fáheyrðu kröfu í bréfi til Guðfræði-
og trúarbragðafræðideildar HÍ að allar prófúrlausnir úr námskeiðinu
Nýtrúarhreyfingar á haustmisseri 2009 verði afhentar, en hún rétt eins
og gagnrýnin á sumar glærurnar sýnir hversu langt nefndin var til í að
fara í umræðunni um kennsluhætti Bjarna. Hann átti að hafa brotið gegn
siðareglum HÍ með því að birta síður úr bókinni Blekking og þekking á
glærum í kennslu sinni, með því að fjalla um Helga Hóseasson sem gekk
ekki „heill til skógar“ og vitna í klámfenginn kveðskap hans119 og síð-
ast en ekki síst með því að birta ljósmyndir af vantrúarfélögum í láréttri
röð. Þórður tók í síðastnefnda dæminu upp rök þeirra vantrúarfélaga sem
héldu því fram að hér væri um svonefnda sakamannauppstillingu að ræða.
Siðanefndin hélt fast í þá hugmynd. Í miðjum september 2010 tók nýr
formaður nefndarinnar, prófessor Ingvar Sigurgeirsson, kenninguna upp
á fundi með Ástráði Eysteinssyni, forseta Hugvísindasviðs, og hún var
einnig reifuð á fundi siðanefndar með Guðna Elíssyni, Jóni Ólafssyni og
Ragnari Aðalsteinssyni, lögmanni Bjarna, 6. janúar 2011.120
Kenningin er upphaflega komin frá Arnoldi Björnssyni vantrúarfélaga,
sem taldi sig geta séð líkindi með henni og láréttri myndaröð úr gömlu
117 Sjá athugasemd Péturs Péturssonar (#5) við bloggfærslu Hörpu Hreinsdóttur
„Stóra glærumálið og móðgelsi Vantrúar, I. hluti“: http://harpa.blogg.is/2012-
01-18/stora-glaermalid-og-modgelsi-vantruar-i-hluti/ [sótt 15. maí 2014]. Lýs-
ing Péturs er ekki seinni tíma réttlæting því að samskonar skilningur kemur fram
strax í upphafi málsins í skjalinu „Minnispunktar fyrir Ástráð um aðkomu mína að
kærumáli Vantrúar á hendur Bjarna Randveri“, 26. apríl 2010. Sjá einnig Harpa
Hreinsdóttir, „VANTRÚ GEGN BJARNA RANDVER SIGURVINSSYNI“, bls.
55–57.
118 Pétur Pétursson, „Rangfærslur Þórðar Harðarsonar formanns siðanefndar H.Í.“,
Morgunblaðið, 9. desember 2011, bls. 25.
119 Þórður Harðarson, „Greinargerð í siðanefndarmáli“, bls. 21. Bjarni Randver fjallar
um rök Þórðar Harðarsonar og þær fræðilegu forsendur sem bjuggu að baki glær-
unum um Helga í grein sinni „Brautryðjandinn Helgi Hóseasson. Áhrif mótmæl-
anda Íslands á aðgerðasinna í þágu guðleysis“, bls. 29–47.
120 Á þeim fundi var Bjarni einnig gagnrýndur fyrir að hafa sýnt síður úr Blekkingu og
þekkingu í námskeiðinu. Óneitanlega virðist sjálf kæran eiga sér trúarlegar rætur,
því að erfitt er að túlka kröfuna um bann við að birta síður úr riti Dungals sem
annað en bannhelgi.
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?