Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 181
180
blaði af Baader-Meinhof hópnum,121 en mikilsvert er að árétta að hugleið-
ing Arnolds endaði ekki sem liður í kæru þeirri sem Vantrú lagði fram í
febrúar 2010. Þar segir aðeins um glæruna: „Á glæru 2 eru birtar myndir
af „nokkrum af helstu liðsmönnum Vantrúar“. Sumar þessara mynda eru
varðar höfundarétti, sem Bjarni Randver getur ekki.“122 Aldrei hefur feng-
ist skýring á því hvernig Baader-Meinhof kenningin rataði inn á borð
siðanefndarinnar úr því að hún kemur ekki fyrir í sjálfri kærunni.
Eftir aðkomu Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns að mál-
inu, en hann lýsti því yfir í ársbyrjun 2011 að hann hefði aldrei séð önnur
eins vinnubrögð á 47 ára lögmannsferli sínum, ákvað siðanefndin að láta
enn frekar reyna á sáttaleiðina undir þeim formerkjum að Bjarni Randver
tæki á sig einhverja sök. Fyrst var reynt að fá sérstakan sáttasemjara en
Bjarni neitaði þar sem slíkt hefði falið í sér viðurkenningu á tilhæfulausri
sekt. Lögfræðingur háskólans, Ingibjörg Halldórsdóttir, lagði svo í mars
fram þá tillögu í bréfi til Ragnars að Bjarni myndi áfram byggja kennslu
sína á greiningu sinni á félaginu en Vantrú fengi svo sjálf „að kynna sína
starfsemi frá sinni hlið (eins og önnur félög fengu að gera í námskeiðinu)“.
Tilfinning Ingibjargar var sú „að ef á þá verður hlustað af skilningi og
reynt að koma til móts við þeirra sjónarmið (án þess að þeir fái að stýra
kennslunni), þá eigi að vera hægt að finna niðurstöðu sem þeir geta sætt
sig við og fengið þá til að draga kæruna til baka“. Guðfræðideildin gæti
að sama skapi „komið að málinu með einhverskonar innlegg um hvernig
hún hyggst styðja Bjarna næst þegar námskeiðið verður kennt“.123 Bjarni
hafnaði af skiljanlegum ástæðum þessari tillögu Ingibjargar, því að erfitt er
að tryggja sjálfstæða umfjöllun um námsefni ef kennari er skuldbundinn til
þess af skólayfirvöldum að gefa þeim sem greina á í námskeiðinu tækifæri
til þess að lýsa sinni hlið á málinu, leiðrétta ,rangfærslur‘ og rétta af túlk-
unina. Slíkt fordæmi hefði getað haft alvarlegar afleiðingar fyrir akadem-
ískt sjálfstæði kennara skólans. Auk þess var tillaga Ingibjargar byggð á
misskilningi. Ekkert félaganna sem tekin voru til umfjöllunar í námskeið-
inu fékk að kynna starfsemi sína frá sinni hlið í kennslustundum. Þeim var
þvert á móti aðeins varið í umfjöllun og greiningu, en utan kennslustunda
voru fáeinir trúarhópar sóttir heim svo hægt væri að kynnast þeim nánar.
121 Arnold Björnsson, „SBR“, kl. 20.55, 1. október 2009.
122 Reynir Harðarson, „Kæra á hendur Bjarna Randveri Sigurvinssyni“, bls. 5.
123 Ingibjörg Halldórsdóttir, tölvupóstur til Ragnars Aðalsteinssonar, kl. 10.32, 3.
mars, 2011.
GuðNi ElíssoN