Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 184
183
Að lokum er mikilvægt að árétta að útilokað er að draga ályktanir um
afstöðu annarra siðanefndarfulltrúa en þeirra sem mest höfðu sig í frammi
og tóku eindregna afstöðu í málinu, m.a. í nafni nefndarinnar. Í gögnum
sem Bjarni Randver kallaði eftir frá Háskóla Íslands kemur t.d. fram að
sýn siðanefndarfulltrúanna var ekki einsleit. Í yfirlýsingu sem Sigríður
Þorgeirsdóttir prófessor í heimspeki sendi rektor og háskólaráði í nóvem-
ber 2011 kvartar hún yfir því að upplýsingum um afstöðu hennar hafi
verið lekið til „talsmanna Vantrúar“ af „lokuðum fundum Siðanefndar“.
Svo segir hún: „Eftir að mér bárust gögn um málið í maí 2010 komst ég
að þeirri niðurstöðu að hér væri um mál að ræða sem bæri þess merki
að viðkomandi kennari væri lagður í einelti af félagsmönnum í Vantrú.
Það var ein ástæða þess að ég var mótfallin sáttaumleitunum að tilstuðlan
siðanefndar, eins og kemur fram í tölvupósti sem ég sendi siðanefnd 26.
janúar 2011.“126
Mánuði eftir að Vantrú dró kæru sína til siðanefndar HÍ til baka kærði
félagið Bjarna Randver á lögreglustöðinni í Reykjavík fyrir innbrot og
brot á fjarskiptalögum vegna notkunar hans á umræðuþræðinum „SBR“
í vörn sinni, en Bjarni hafði dreift honum víða og notað efni úr honum í
tímatöflu þeirri sem afhent var hverjum þeim sem einhverja aðkomu hafði
að málinu. Þeirri kæru er vísað frá rúmu ári seinna 26. júlí 2012.127 Sama
sumar kærir Vantrú Bjarna aftur fyrir Siðanefnd HÍ. Kæran er sú sama og
lögð var fram 4. febrúar 2010 en dregin til baka 28. apríl 2011. Háskólinn
flokkar kæruna sem nýtt kærumál og gefur henni númerið 3/2012. Fram
kemur í kærubréfi Egils Óskarssonar, nýs formanns Vantrúar, að kæran sé
málsmeðferð, þar sem ekkert verði dregið undan. Mikilvægt er að nákvæmlega
sé farið í saumana á starfsháttum Siðanefndar HÍ. Eins og Ragnar Aðalsteinsson
lögmaður Bjarna hefur bent á, virðist nefndin hafa gengið út frá því frá byrjun að
Bjarni sé sekur um brot á siðareglum HÍ. Hún fór langt út fyrir verklagsreglur
sínar, sniðgekk rétt Bjarna til að skýra sín mál, og sá til þess að staða hans gagnvart
kærendum var frá upphafi óþolandi. Undirrituð eru sammála um að tiltæk gögn
um kennslu Bjarna í námskeiðinu gefi ekkert tilefni til að ætla að hann hafi gerst
sekur um nokkur brot á siðareglum Háskóla Íslands og því hefði Siðanefnd HÍ fyrir
löngu átt að senda frá sér afdráttarlausa niðurstöðu um það.“
126 Sigríður Þorgeirsdóttir, „Til rektors og háskólaráðs v. skýrslu óháðrar nefndar um
mál siðanefndar HÍ 1/2020 [svo]“, 23. nóvember 2011. Sigríður er líklega að vísa
til greinargerðar Bjarna „Svars við kæru Vantrúar“ þegar hún talar um gögn sem
henni hafi borist í maí 2010.
127 Bjarni Randver rekur hvernig hann fékk umræðuþráðinn í hendur í greininni „Af
þjófum og þjófsnautum í helgisögum Vantrúar“, en hún birtist á Hugrás í janúar
2014: http://www.hugras.is/2014/01/af-thjofum-og-thjofsnautum-i-helgisogum-
vantruar/ [sótt 14. maí 2014].
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?