Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 185
184
lögð fram á ný m.a. vegna þess að: „Vantrú telur að ekki hafi verið staðið
við gefin loforð sem voru forsenda þess að málið yrði dregið til baka“.128
Ný siðanefnd er skipuð í málinu í ljósi þess að Þórður Harðarson og
Þorsteinn Vilhjálmsson sitja enn í fastanefndinni og 4. október vísar nýja
nefndin málinu frá á þeirri forsendu að kæran sé tilefnislaus „og uppfylli
þar með ekki skilyrði 4. gr. starfsreglna nefndarinnar um málsgrundvöll“.
Vantrúarfélagar voru eins og áður sagði ekki sáttir við þessa niðurstöðu
og töluðu um „frelsi án ábyrgðar“. Mál Bjarna Randvers snerist þó aldrei
um akademíska ábyrgð eða frelsi í þeim skilningi að kennsluhættir hans
reyndu á mörk hins viðurkennda, eða að mál hans væri einhvers konar
prófsteinn á það hversu langt háskólakennarar mættu fara í innrætingu eða
boðun ákveðinnar hugmyndafræði. Það snerist um hrein og klár brot siða-
nefndar á honum og þá staðreynd að ef áminna ætti hann fyrir kennslu-
hætti sína væri nánast útilokað að halda uppi akademísku starfi í hug- og
félagsvísindum við Háskóla Íslands. Af þeim sökum þarf í máli Bjarna ekki
að einskorða rannsókna- og kennslufrelsi eins vítt og Jonathan Cole gerir
í kaflanum „Akademískt frelsi og frjálsar rannsóknir“ þegar hann heldur
því fram að akademískt frelsi nái „yfir fjandsamleg eða jafnvel svívirði-
leg sjónarmið“.129 Mál Bjarna sýnir hvers vegna Cole hefur rétt fyrir sér
þegar hann varar við þeirri hættu að stjórnendur innan háskólasamfélags-
ins bregðist „við neikvæðu umtali með því að vinna af kappi að því „að
ljúka málinu“ og skapa kringumstæður sem geta róað gagnrýnendur og ýtt
vandamálinu burt. Það eru samt mikil mistök að fylgja eftir slíkum hug-
dettum þótt þær séu skiljanlegar“.130 Hér er að finna líklegustu skýringuna
á því hvers vegna Þórður Harðarson, formaður fyrstu siðanefndarinnar,
tók kærumálið gegn Bjarna jafn föstum tökum og raun bar vitni, en hann
leitaðist við að ljúka málinu hratt og fumlaust.
Spurningin um frelsi án ábyrgðar á því rétt á sér í umræðu um þetta
tiltekna mál. Með svokallaðri sáttatillögu siðanefndar 16. apríl 2010 var í
raun búið að útiloka að Bjarni fengi sanngjarna meðferð enda lýsti nefndin
128 Bréf Egils Óskarssonar til Siðanefndar HÍ 18. júní 2012.
129 Jonathan Cole, „Akademískt frelsi og frjálsar rannsóknir“, Ritið 1/2011, þýð. Vil-
borg Sigurðardóttir og Jón Ólafsson, bls. 175–227, hér bls. 224. Hér er á ferðinni
þýðing á 11. kafla bókar Cole The Great American University: Its Rise to Preeminence,
Its Indispensable National Role, Why It Must Be Protected (New York: Public Affairs,
2010). Kafli Cole birtist í þemaheftinu Háskólinn í krísu? sem ritstýrt var af Guðna
Elíssyni og Jóni Ólafssyni, en þar má finna ýmsar greinar um gagnrýnishlutverk
háskóla, t.d. eftir Irmu Erlingsdóttur, Jón Ólafsson og Jón Torfa Jónasson.
130 Jonathan Cole, „Akademískt frelsi og frjálsar rannsóknir“, bls. 227.
GuðNi ElíssoN