Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 187
186
hefði óneitanlega verið ákjósanlegra ef forsvarsmenn Vantrúar hefðu opin-
berlega tekið undir með gagnrýnendum siðanefndarinnar um að hún hefði
spillt málinu, burtséð frá sekt eða sakleysi Bjarna Randvers, í stað þess að
myrkva málið með þeim hætti sem þeir gerðu. Þeir hefðu átt að krefjast
þess að andstæðingur þeirra fengi sanngjarna málsmeðferð þegar í ljós
kom að svo hafði ekki verið og skilja að það myndi veikja háskólann sem
stofnun að láta slíkt óátalið. Kröfur um akademíska ábyrgð eiga ekki síður
að beinast að siðanefnd HÍ og þeim hluta stjórnsýslunnar sem að kærumál-
um kemur. Þegar kæra snýst um fagleg vinnubrögð háskólakennara er t.d.
augljós hætta falin í því ef þrír einstaklingar úr hinu akademíska samfélagi
meta í sjónhendingu störf kollega sem starfa á fjarlægu rannsóknarsviði.
Því verður að gera þá kröfu til siðanefndarfulltrúa að þeir setji sig inn í
fræðilegar forsendur greinarinnar sem þeir eiga að fjalla um og eðlileg-
ast væri að kalla til aðra sérfræðinga af sviðinu ef einhver vafi vaknar, svo
að koma megi í veg fyrir mistök sem byggja á fræðilegri vanþekkingu eða
fordómum. Eðlilegt væri þá að kalla til sameindalíffræðinga í álitamálum
er lúta því fræðasviði og heimspekinga að málum er snúa að heimspek-
inni. Ef guðfræðingar eða trúarlífsfélagsfræðingar eru vanhæfir í því að
meta fræðilegt vægi eigin starfa, eins og Þórður Harðarson virðist ætla, er
jafnframt mikilvægt að Háskóli Íslands setji fram efnisleg rök til stuðnings
slíkum skoðunum og að þær séu hluti af þeim opinberu vinnureglum sem
siðanefndin setur sér.
Bandaríski heimspekingurinn Alvin Ira Goldman hefur sett fram hand-
hæga aðferð fyrir leikmenn til þess að meta sannleiksgildi fullyrðinga á
sviðum sem kallar á talsverða vinnu að setja sig inn í. Til þess að komast að
raun um hvaða sérfræðingur sé traustsins verður á að: a) skoða rök sérfræð-
ingsins og andstæðingsins; b) spyrja hvort aðrir sérfræðingar séu á sömu
skoðun; c) spyrja hvort hægt sé að færa raunverulegar sönnur fyrir því að
sérfræðingurinn sé í raun réttri sérfræðingur; d) greina hvort einhvers
konar hagsmunir geti stýrt skoðun sérfræðingsins; og e) spyrja hvernig
sérfræðingurinn hafi hingað til staðið sig?135 Það er einmitt í þessu ljósi
sem ber að greina furðulega gagnrýni siðanefndarinnar á glærur Bjarna
Randvers rétt eins og lýsing vantrúarfélaga á glærusettunum var vitn-
isburður um áhugaleysi á að setja sig inn í frumforsendur umræðunnar,
135 A. I. Goldman, „Experts: Which ones Should You Trust?“, Philosophy and Pheno-
menological Research 1/2001, bls. 85–110, hér bls. 93. Greinina má einnig nálgast
í The Philosophy of Expertise, ritstj. Evan Selinger og Robert P. Crease, New York:
Columbia University Press, 2006, bls. 14–38.
GuðNi ElíssoN