Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 188
187
sjálfa trúarlífsfélagsfræðina. Þeir hikuðu ekki við að slengja fram fullyrð-
ingum án þess að geta stutt þær með öðrum gögnum en glærum sem
settar voru í samhengi sem gekk þvert á námskeiðslýsinguna, fræðilegu
hæfniviðmiðin og allt það sem nemendur Bjarna sögðu um námskeiðið.
„Bjarni vann, Háskóli Íslands tapaði“ lýstu vantrúarfélagar yfir þegar nið-
urstaðan í kærumáli númer 3/2012 lá fyrir. Þetta eins og svo margt annað
í málflutningi félagsins er rangt. Stóri sigurvegarinn í viðureigninni við
siðanefnd HÍ var á endanum skólinn sjálfur. Vantrú ásakaði Bjarna um
fúsk, fáfræði og fordóma í kennslu sinni.136 Óþarfi er að hafa uppi svo stór
orð um aðkomu vantrúarfélaga og siðanefndar HÍ að málinu, en heppilegt
hefði þó verið ef kærendur og dæmendur hefðu betur kynnt sér fræðilegar
forsendur námsins áður en þeirri atburðarás var hrint af stað sem hér hefur
verið lýst.
Í febrúar 2013 kallaði Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) eftir því
að Háskóli Íslands kannaði „stöðu þeirra manna“ sem töldu hagsmun-
um Íslendinga ógnað ef ekki yrði samið í Icesave-málinu. Í ályktuninni
segir að þessir einstaklingar hafi tekið þátt í „að blekkja þjóðina í póli-
tískum tilgangi“.137 Einn af þeim sem brást harkalega við þessari ályktun
var Teitur Atlason, vantrúarfélagi og gamall nemandi Bjarna Randvers úr
námskeiðinu um nýtrúarhreyfingar. Í grein sem bar nafnið „Fasistaumbrot
í SUS?“ lýsir hann þeim hryllingi sem fór um hann þegar hann sá yfirlýs-
inguna. „Þrátt fyrir allt“ segir Teitur „þá getur andlit mitt ennþá lamast“
og er hann þó „ýmsu vanur þegar kemur að íslenskri þjóðmálaumræðu“.138
Teitur segist aldrei hafa „séð neitt þessu líkt áður í íslenskri umræðu“ því
að þarna sé verið að ógna starfsöryggi kennara við skólann. Hann varar við
svo fasískum tilburðum, því að þótt SUS „mæli aðeins með því að þetta
skref verið [svo] tekið, er ljóst að þau eru komin í svartpússuð stígvélin og
reiðubúinn [svo] í þessa vegferð“. Lokaorð þessarar greinar koma frá Teiti
sem lofsyngur akademískt frelsi á eftirminnilegan hátt: „Í yfirlýsingunni
136 Titill þessarar greinar er dreginn af nafni fyrsta pistilsins sem ritstjórn Vantrúar
skrifaði gegn Bjarna: „I. Guðfræði í Háskóla Íslands: Fúsk, fáfræði eða fordómar“,
Vantrú, 15. febrúar 2010: http://www.vantru.is/2010/02/15/13.00/ [sótt 14. mars
2014].
137 „SUS vill láta kanna stöðu þeirra háskólamanna sem lögðu til samningaleið í
Icesave-málinu“, Smugan, 6. febrúar 2013: http://smugan.is/2013/02/sus-vill-lata-
kanna-stodu-theirra-haskolamanna-sem-logdu-til-samningaleid-i-icesave-malinu/
[sótt 6. febrúar 2013].
138 Teitur Atlason, „Fasistaumbrot í SUS?“, 9. febrúar 2013: http://www.dv.is/blogg/
eimreidin/2013/2/9/fasistadekur-i-sus/ [sótt 9. febrúar 2013].
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?