Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 194
193
til siðbótar, nánar til tekið siðbótarstarfs Marteins Lúthers.4 Þannig heitir
einn af sunnudögum kirkjuársins siðbótardagurinn og er haldinn hátíðleg-
ur síðasta sunnudag í október ár hvert.5 Þá er þess skemmst að minnast að
stofnuð hefur verið nefnd til að skipuleggja hátíðarhöld í tilefni af að senn
verða 500 ár liðin frá „upphafi siðbótarinnar“ og opnaður sérstakur vefur
til að mynda farveg fyrir þau.6
Í fræðilegu samhengi má aftur á móti benda á að spennan sem hér er
um að ræða tók á sig sýnilegt form í ráðstefnuritinu Lúther og íslenskt þjóð-
líf (1989) sem var eina ritið sem út kom á íslensku um siðaskiptin á löngu
tímabili.7 Efni þess á rætur að rekja til ráðstefnu sem var haldin er 500 ár
voru liðin frá fæðingu Lúthers. Af 13 höfundum nota fimm heitið siðbót.
Með einni undantekningu er um guðfræðinga að ræða en tveir guðfræð-
ingar í höfundahópnum nota aftur á móti önnur heiti. Fjórir nota siða-
skipti og er einn guðfræðing að finna í þeim hópi, þrír nota siðbreytingu
og aftur er einn guðfræðingur þar á meðal. Aðeins einn höfundur notast
við heitið siðskipti og er þar um lögfræðing að ræða.8
4 Síðar í greininni verða færð rök að því að þessi kirkjulega orðnotkun komi þó ekki
til sögunnar fyrr en seint á 19. öld.
5 Kollekta eða sameiginleg bæn safnaðarins snemma í guðsþjónustunni þennan
sunnudag hljóðar svo: „Almáttugi Guð, sem vaktir þér votta og lést orð þitt nýja birtu
bera af orðum þeirra, vér biðjum þig: Veit oss að þekkja hjálpræðismátt þíns heilaga
orðs, trúlega varðveita það og boða mönnum til sáluhjálpar, þér til dýrðar. Fyrir son
þinn Jesú Krist, Drottin vorn, sem með þér lifir og ríkir í einingu heilags anda, einn
sannur Guð um aldir alda.“ Sýnir bænin þann sjálfskilning að Lúther, stofnandi
evangelískrar kirkju, hafi verið kallaður af Guði til að endurvekja hina upphaflegu
boðun fagnaðarerindisins. „Siðbótardagurinn (31. október) – síðasti sunnudagur
í október, kirkjan.is, sótt 22. febrúar 2014 af http://kirkjan.is/tru/kirkjuarid/a/
sidbotardagurinn/.
6 „Siðbót í 500 ár – nýr vefur markar upphaf hátíðarhalda“, kirkjan.is, 31. október
2013 sótt 22. febrúar 2014 af http://kirkjan.is/2013/10/sidbot-i-500-ar-nyr-vefur-
markar-upphaf-hatidarhalda/.
7 Lúther og íslenskt þjóðlíf. Erindi flutt á ráðstefnu um Martein Lúther, er haldin var
4. nóvember 1983 í tilefni þess að 500 ár voru liðin frá fæðingu hans, ritstj. Gunnar
Kristjánsson og Hreinn Hákonarson, Reykjavík: Hið íslenska Lúthersfélag, 1989.
8 Guðfræðingarnir Arngrímur Jónsson, Gunnar Kristjánsson, Heimir Steinsson og
Þorbjörn Hlynur Árnason auk Sigurðar Bjarnasonar cand. mag. í íslenskum fræðum
nota siðbót. Sagnfræðingarnir Árni Hermannsson, Jón Thor Haraldsson og Ólafur
Ásgeirsson nota siðaskipti auk guðfræðingsins Sigurjóns Einarssonar. Guðfræðing-
urinn Björn Björnsson notar siðbreyting auk Lofts Guttormssonar sagnfræðings og
Árna Björnssonar þjóðháttafræðings. Loks notar Davíð Þór Björgvinsson lögfræð-
ingur siðskipti. Sami munur kemur fram í verkinu Saga biskupsstólanna sem gefið
var út í tilefni af að 950 ár töldust frá stofnun Skálholtsstóls og 900 ár frá stofnun
Hólastóls 2006. Guðfræðingar í höfundahópnum nota jafnan siðbót sem greining-
HEITI SEM SKAPA RÝMI