Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 198
197
og dvaldi þá erlendis vetrarlangt. Hefur ekki farið hjá því að hann hefur
kynnst þeim hræringum sem þá voru efst á baugi í miðpunkti danska ríkis-
ins. Var hann eftir þetta að mestu óvirkur í aðgerðum föður síns og bræðra
til varnar miðaldakristninni í landinu. Um vorið 1550 stakk Peder Palladíus
(1503–1560) fyrsti lútherski Sjálandsbiskupinn og þar með „kirkjumálaráð-
herra“ Kristjáns III (1503–1559) upp á að hann eða Ólafur Hjaltason (um
1500–1569) yrði aðstoðarbiskup Jóns og tæki við biskupsdómi eftir hann.
Bendir það til að ytra hafi Sigurði verið treyst til að stuðla að siðaskiptum
í Hólabiskupsdæmi á svipaðan hátt og orðið höfðu í Skálholtsumdæmi.14
Vissulega varð Sigurður ekki biskup þótt prestar biskupsdæmisins kysu
hann tvívegis til þess.15 Þó má geta sér til að hann hafi ekki verið ósnortinn
af þeim hræringum sem hann kynntist í utanferðum sínum. Hvað ætti að
kalla hann hafi hann tekið einhver skref í átt að evangelískri kirkjugagn-
rýni áður en hann söðlaði um til fulls með því að syngja fyrstu lúthersku
messuna? Það gerði hann á grundvelli sérstakrar yfirlýsingar 1554.16 Páll
Eggert Ólason telur yfirlýsinguna sýna að Sigurður hafi ekki „hneigzt
til lútherskrar trúar“ eða „látið af kaþólskri trú“ fyrir þennan tíma.17 Eftir
þennan atburð verður hann þó að skoðast sem lútherskur siðaskiptaprest-
ur. Fallast má á túlkun Páls Eggerts en hún skýrir ekki hvað Sigurður
var fram að þessu, þ.e. andstæðingur siðaskiptanna að einhverju leyti í
anda föður síns eða „reformisti“. Hafi hann eða aðrir íslenskir kennimenn
um hans daga fyllt síðari flokkinn þörfnumst við íslensks heitis fyrir þá
stefnu.
14 Hér er átt við að Gissur Einarsson (1512–1548) varð Skálholtsbiskup fyrstur ev-
angelískra manna að tilstuðlan ögmundar Pálssonar (d. 1541) síðasta kaþólska
biskupsins. Við val á biskupsefni hefur ögmundur leitast við að finna mann sem
var honum háður og hann taldi sig geta treyst eða hugsanlega sagt fyrir verkum
en hefði eigi að síður forsendur til að ávinna sér traust konungs og helstu ráðgjafa
hans í kirkjumálum.
15 Íslenzkt fornbréfasafn XI. b., Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1915–1925,
bls. 754–759. Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi I. b.,
Jón Arason, Reykjavík: Bókaverslun Guðm. Gamalíelssonar, 1919, bls. 119–124.
Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan. Stjórnskipunarsaga 16. aldar, Reykja-
vík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2013, bls. 247.
16 Íslenzkt fornbréfasafn XII b., Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1923–1932,
bls. 691–693. Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi II.
b., ögmundur Pálsson, Gizur Einarsson og samherjar hans, Reykjavík: Bókaverslun
Guðm. Gamalíelssonar, 1922, bls. 493–496.
17 Páll Eggert Ólason, Menn og menntir II, bls. 495.
HEITI SEM SKAPA RÝMI