Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 200
199
skýrleika rík við alla nýyrðasmíð í íslensku. Spennuna milli sið-bótar og
siða-skipta má því líklega rekja öðrum þræði til íslenskrar málkenndar
Breytileg heiti í tímans rás
Nú skal litið svo á að nægilegu ljósi sé varpað á þörfina fyrir fjölgreind-
ari heiti og afmarkaðri merkingu orða til að skapa rými í rannsóknum og
umræðum um trúmálahræringar á 16. öld og áhrif þeirra. Skal nú vikið að
þeim heitum sem helst hafa verið notuð í þessu sambandi frá 17. öld.
Reformatía
Ýmsir höfundar sem fyrstir skráðu frásagnir af trúmálahræringum hér á 16.
öld nota latneska orðið reformatio í upprunalegri eða íslenskaðri mynd.20
Í innskoti sem talið er gert að frumkvæði Brynjólfs Sveinssonar (1605–
1675) Skálholtsbiskups í annál Björns Jónssonar (1574–1655) á Skarðsá,
sagnaritara Þorláks Skúlasonar (1597–1656) Hólabiskups, er alþjóðaorðið
þannig notað bæði í latneskri og íslenskaðri mynd er sagt hefur verið frá
vígslu Gissurar Einarssonar undir ártalinu 1542:21
Síðan hafði margt og mikið ræðst um reformationem, og hafði biskup
Gissur, sem þá var vígður superintendens í Danmörku eptir evang-
eliskri vísu, borið sig upp, að sér mundi ekki tjá við reformationina að
fást hér fyrir ráðríki ögmundar, meðan hann væri á lífi.22
Í Fitja-annál odds Eiríkssonar (1640–1719) er siðaskiptum í Danmörku
lýst svo árið 1537: „Þá voru þeir 7 lútersku biskupar innsettir í þeirra fyrri
biskupa stað, og allar kirkjur í Danmörku voru af D. Johann Bugenhagen
og hver ekki. Við nýyrðasmíð er oft lagt upp úr að nýyrði séu lýsandi eða vísi til
lýsandi hliðstæðna í eldri orðum. Í því sambandi má nefna að sími byggir á eldra
orði síma sem merkir þráður eða strengur og tölva vísar til orðsins völva.
20 Síðar verður bent á hvernig reformation var notað sem tökuorð í sálmabókum kirkj-
unnar á 19. öld.
21 Björn Jónsson, „Annáll Björns lögréttumanns Jónssonar á Skarðsá eða Skarðs-
árannáll 1400–1640“, Annálar 1400–1800/Annales islandici posteriorum sæculorum
I. b., Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1922–1927, bls. 28–272, hér bls.
99 (nmgr. 2). „Nýir siðir og nýir lærdómar – Bókmenntir 1550–1750“, Íslensk
bókmenntasaga II. b. ritstj. Vésteinn Ólason, Reykjavík: Mál og menning, 1993,
bls. 379–521, hér bls. 498–499 (Böðvar Guðmundsson).
22 Björn Jónsson, „ Skarðsárannáll“, bls. 99 (m.a. nmgr. 2), 100.
HEITI SEM SKAPA RÝMI