Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 201
200
„reformeraðar eptir þeirri augsburgisku confessione [...]“. 23 Enn má benda
á að í viðbæti við annálinn eftir Jón Halldórsson (1665–1736) í Hítardal
er sagt frá fagnaðarárinu 1717 er minnst var tveggja alda „afmælis“ sið-
bótarinnar. Við það tækifæri skyldu prestar brýna fyrir söfnuðunum að
menn skyldu gjalda Guði það sem Guðs væri en ekki framliðnum, helgum
mönnum eða páfanum eins og verið hefði í kaþólskum sið, þar sem hann
hafi látið „[...] síns evangelii ljós oss upprenna hreint og klárt í reformatione
trúarbragðanna [...]“.24 Á allraheilagramessu, það er að segja 1. nóvember,
það ár skyldi síðan „[...] prédikast út af þeim venjulegu textum og þakka
guði fyrir reformationem“.25
Þessi orðnotkun er einnig einkennandi fyrir sögur fyrstu lúthersku eða
evangelísku biskupanna eftir Jón í Hítardal. Þannig nefnir hann siðaskiptin
„reformatiuna“ og „eina kristilega reformeran“,26 „reformatiuna eður endur-
bót trúarbragðanna“,27„reformationem eða umbót heilagra trúarbragða“28
og „reformatiuna eða siðaskiptin.“29
Siðaskipti
Í Biskupasögum Jóns Halldórsonar er íslenska heitið siðaskipti einnig notað
eins og fram kom í síðasta dæminu.30 Það kemur og fyrir í Skarðsár-annál,31
sem og Fitja-annál.32 Þá er að finna eftirfarandi sögn við árið 1544 (rétt ár
1542) í Setbergs-annál Gísla Þorkelssonar (1676–1725) en hún er ekki kunn
annars staðar frá:
23 oddur Eiríksson, „Annáll odds Eiríkssonar á Fitjum eða Fitjaannáll 1400–1712“,
Annálar 1400–1800/Annales islandici posteriorum sæculorum II. b., Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 1927–1932, bls. 1–411, hér bls. 40.
24 Jón Halldórsson, „Viðauki Fitjaannáls 1713–1719“, Annálar 1400–1800/Annales
islandici posteriorum sæculorum II. b., Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
1927–1932, bls. 385–411, hér bls. 407.
25 Jón Halldórsson, „Viðauki Fitjaannáls“, bls. 407.
26 Jón Halldórsson, Biskupasögur Jóns prófasts Haldórssonar í Hítardal með viðbæti I. b.,
Skálholtsbiskupar, Reykjavík: Sögufélag, 1903–1910, bls. 3, 4, 11, 18, 23, 28, 32,
66. Jón Halldórsson, Biskupasögur Jóns prófasts Haldórssonar í Hítardal með viðbæti,
II. b., Hólabiskupar, Reykjavík: Sögufélag, 1911–1915, bls. 1, 30, 62.
27 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 56.
28 Jón Halldórsson, Biskupasögur II, bls. 1.
29 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 3.
30 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 63, 85, 96.
31 Björn Jónsson, „Skarðsárannáll“, bls. 107
32 oddur Eiríksson, „Fitjaannáll“, bls. 45.
hJalti huGasoN