Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 202
201
Þennan vetur voru miklar áheitingar framdar af mörgum þeim
gömlu, til þess að Gissur biskup kæmi ekki aftur vegna siðaskiptanna.
Sumir hétu á krossinn í Kaldaðarnesi, sumir á aðra krossa, myndir
og bílæti að gefa þeim peninga, ef af mætti aftur leggjast sú nýja
umbreyting, sem herra Gissur vildi uppbyrja, því það gamla fólk
hélt það ekki utan villu og hjátrú.33
Virðist heitið siðaskipti raunar elsta íslenska orðið sem viðhaft er um
þau umskipti sem urðu með starfi Lúthers.34 Það kemur líklega fyrst fyrir í
frásögnum Magnúsar Björnssonar (1541–1615) lögréttumanns, sonarson-
ar Jóns biskups Arasonar (1484–1550), af afa sínum.35 Þá er það ríkjandi í
Biskupa-annálum Jóns Egilssonar (1548–1636?) í Hrepphólum, sagnaritara
odds Einarssonar (1559–1630) Skálholtsbiskups. Biskupa-annálar eru ein
helsta frásagnarheimild sem til er um sögu þjóðarinnar á 15. og 16. öld og
eru ritaðir í Skálholti á fyrsta áratugi 17. aldar.36 Heitið siðaskipti er þann-
ig samofið upphafi sagnaritunar um þessa atburði og lætur nærri að um
samtímalegt heiti sé að ræða.37 Í Biskupa-annálum segir m.a. að fyrsta vet-
urinn sem Gissur Einarsson sat í Skálholti sem electus eða biskupsefni hafði
ögmundur Pálsson forveri hans setið að búi sínu í Haukadal. Er ástandinu
þennan fyrsta siðaskiptavetur þannig lýst:
En þó hann [ögmundur] væri þar kominn, en hinn [Gissur] í
Skálholti, þá fóru allir til fundar við biskup ögmund, hafði hann
svosem öll ráð, en öktuðu hinn lítið eða ekki, allra mest af því að
hann kom með siðaskiptin, og sá herra Gizur það, að svo lengi sem
33 Gísli Þorkelsson, „Annáll Gísla Þorkelssonar á Setbergi eða Setbergsannáll. Út-
dráttur 1202–1713“, Annálar 1400–1800/Annales islandici posteriorum sæculorum IV.
b., Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1927–1932, bls. 1-215, hér bls. 61.
34 „siðaskipti“, islex.hi.is, án dags., sótt 20. febrúar 2014 af http://lexis.hi.is./cgi-bin/
ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=408219&=501141&l=si%F0askipti.
35 Magnús Björnsson, „Frásagnir Magnúsar bónda Björnssonar um Jón biskup Ara-
son“, Biskupa sögur II. b., Kaupmannahöfn: Hið íslenska bókmenntafélag, 1878,
bls. 317–338, hér bls. 321. Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 18.
36 „Nýir siðir og nýir lærdómar – Bókmenntir 1550–1750“, bls. 498. Helgi Þor-
láksson, „Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds“, Saga Íslands VI. b., ritstj. Sigurður Líndal,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, Sögufélag, 2003, bls. 1–458, hér bls. 6.
Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 16.
37 Heitið siðaskipti kemur einnig fyrir í ritgerð odds Einarssonar um þau. Þar er það
þó aðeins að finna í fyrirsögnum. Ekki verður hér tekin afstaða til frá hvaða tíma
þær eru. oddur Einarsson, „Um Skálholts biskupa fyrir og um siðaskiptin“, Biskupa
sögur II. b. Kaupmannahöfn: Hið íslenska bókmenntafélag, 1878, bls. 237–262.
HEITI SEM SKAPA RÝMI