Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 204
203
„ein lög og einn sið“.43 orðið siðaskipti hefur enda verið notað um trúar-
bragðaskiptin um aldamótin 1000 eða kristnitökuna.44 Samkvæmt orðabók
Johans Fritzner (1812–1893) hafði orðið siður í fornu máli tvíþætta merk-
ingu, þá sem algengust er í nútímamáli (þ.e. „Sæd, Skik, Vane, hvad man
pleier eller er vant til at gjøre“) og þá sem að ofan getur þ.e. „Religion med
særligt Hensyn til dens Forskrifter og Skikke“.45 Virðist höfundi þess-
arar greinar að með heitinu siðaskipti hafi í ritum frá 17. og 18. öld oftar
en ekki verið átt við skipti eða breytingu á helgisiðum eða þó öllu heldur
kirkjusiðum í víðtækri merkingu. Er þar um fyrra merkingarsvið forlið-
arins að ræða. Þá má benda á að síðara merkingarsviðið felur samkvæmt
orðabók Fritzners fremur í sér áherslu á siði og iðkun en kenningu eða
hugmyndakerfi trúarbragða. Verður nú reynt að varpa frekara ljósi á þessa
staðhæfingu.
Í Biskupasögum sínum telur Jón Halldórsson að í tíð odds Einarssonar
Skálholtsbiskups (1589–1630) hafi þau straumhvörf verið orðin að eldri
trúarsiðum hafi að mestu þegar verið útrýmt og sá tími runninn upp að
mögulegt væri að huga að uppbyggingu til framtíðar.46 Þar er m.a. lýst
andstæðum hins gamla og nýja:
43 „Íslendingabók“, Íslenzk fornrit I. b., Jakob Benediktsson gaf út, Reykjavík: Hið
íslenska fornritafélag, 1968, bls. 1–28, hér bls. 17.
44 Þess gætir nokkuð að rætt sé um siðaskiptin fyrri (um 1000) og síðari (á 16. öld). Að
slíkum dæmum er vikið hér aftar. Í þessu sambandi þarf þó að hafa í huga að í seinni
tíð hefur píetisminn stundum verið talinn fela í sér breytingu sem réttlætanlegt
sé að kalla „siðaskiptin síðari“. Sjá Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýs-
ingar, Kristni á Íslandi III. b., ritstj. Hjalti Hugason, Reykjavík: Alþingi, 2000, bls.
11. Í kirkjusögulegum rannsóknum er loks talað um fyrirbæri sem á íslensku væri
rétt að kalla „aðra“ eða „síðari siðbótina“ sem hófst á síðari hluta 16. aldar í hinum
ýmsu ríkjum og borgum Þýskalands og fólst í ýmiss konar kirkjulegum umbótum
einkum á sviði helgisiða, uppfræðslu ungmenna og menntunar í anda kalvínisma
þótt lútherskum játningargrunni væri haldið kirkjuréttarlega séð. Carsten Bach-
Nielsen, „1500–1800“, bls. 233–234.
45 Johan Fritzner, „Siðr“, Ordbog over Det gamle norske sprog. Omarbeidet, forøget og
forbedret udgave 3. b., Ósló: Universitetsforlaget, 1973, bls. 229.
46 Í nútímarannsóknum má líta svo á að hér hafi skilin legið milli etableringar lúth-
erskrar kristni og konsolideringar hennar. Þegar oddur Einarsson tók við biskups-
dómi voru tæp 50 ár liðin frá siðaskiptum í Skálholtsbiskupsdæmi og kynslóðaskipti
höfðu þar með orðið frá þeim tíma. Í Hólabiskupsdæmi verður að reikna með að
viðlíka hvörf hafi orðið í biskupstíð Guðbrands Þorlákssonar 1571–1627. Sjá Loftur
Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 9.
HEITI SEM SKAPA RÝMI