Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 205
204
Svo sem þrír áðurgreindir Skálholtsbiskupar lögðu alla kappsmuni á
að burthreinsa hið gamla súrdeigið pápískrar hjátrúar og hérvillu ósiða,
en innræta aptur guðs orðs kenningu og kristilega kirkjusiði slíkt sem
þeir gátu á komið, eins og eingu síður lögðu eptirkomandi bisk-
uparnir alla alúð og ástundun á að útrýma lærdómsleysi og fáfræði,
ekki sízt prestanna, en efla og auka lærdóminn og bóklegar mentir
í þessu stipti, nefnilega þeir hálærðu biskupar: hr. oddur Einarsson
og M. Brynjólfur Sveinsson.47
Hér eru nýir „[kristilegir kirkjusiðir]“ taldir hafa komið í stað gamalla
„hérvillu ósiða“. Má finna mörg svipuð ummæli um gamla siði og nýja. Þar
eru nýju siðirnir vissulega almennt taldir vera samfara nýrri og heilnæm-
ari trúarkenningu eða trúarlærdómum þótt áherslan liggi eigi að síður á
breytingum á kirkjusiðunum sem slíkum. Þannig ritaði Björn á Skarðsá
t.d. um aðra utanför Gissurar Einarssonar eftir biskupskjör hans: „Hann
sigldi nú aptur og tók nú fullkomlega við nýjum siðum“.48 Fleirtalan bendir
eindregið til að átt sé við kirkjusiði en ekki trúarbrögð eða átrúnað þar sem
orðið er almennt notað í eintölu þegar um þá merkingu er að ræða. Má
benda á ýmsa aðra staði úr annálum og eldri sagnaritum sem einnig styðja
að átt sé við afmarkaða siði eða venjur en ekki trúna eða trúarbrögðin.
Í Skarðsár-annál stendur t.d. að Jón Arason biskup hafi í síðari
Bjarnanessreið sinni 1547 viljað „[...] koma landslýðnum að hafa sömu
siðu og láta ei undirgangast neina nýja ásetninga úr útlöndum, [...]“.49
Í Fitja-annál stendur að Gissur hafi komið út (1541) „[...] með nýja siðu og
skikkanir og ordinantíu.“50 Svipað orðalag má finna í Vatnsfjarðar-annál
hinum elzta eftir Jón Arason (1606–1673) en þar segir við árið 1552: „Kom
út Ólafur biskup Hjaltason með nýja siði fyrir norðan.“51 Í Biskupasögum
Jóns Halldórssonar og í annálum má einnig finna ýmsa staði þar sem rætt
er um „[gömlu siðina]“ og „[nýju siðina]“.52 Þá má lesa um að „hinir páp-
47 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 157.
48 Björn Jónsson, „Skarðsárannáll“, bls. 98.
49 Björn Jónsson, „Skarðsárannáll“, bls. 108.
50 oddur Eiríksson, „Fitjaannáll“, bls. 44, sjá og 45.
51 Jón Arason, „Annáll séra Jóns prófasts Arasonar í Vatnsfirði eða Vatnsfjarðarannáll
hinn elzti 1395–1654“, Annálar 1400–1800/Annales islandici posteriorum sæculorum
III. b., Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1933–1938, bls. 1–87, hér bls.
44.
52 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 95, 97. Björn Jónsson, „Skarðsárannáll“, bls.
118, 131. Hjá Jóni Espólín (1769–1836) kemur nýr og gamall siður fyrir í et. sem
hJalti huGasoN