Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 206
205
ísku“ „[...] fyrirlitu þá nýju siði og trúarbrögð og þá er þeim framfylgdu“.53
Um Þórunni Jónsdóttur (1511?–1593) Arasonar á Grund í Eyjafirði segir
t.d. að hún „vildi hvorki afleggja pápískar siðvenjur og átrúnað“ né gjalda
nýjum sóknarpresti fyrir þjónustu.54 Verða þessi dæmi látin nægja til að
rökstyðja að fyrri orðliður heitisins siðaskipti vísi í eldra máli fremur til
helgisiða, siðvenja, kirkjusiða eða trúarhátta en átrúnaðarins sem slíks eða
trúarkenningarinnar að svo miklu leyti sem mögulegt er að greina skýrt
þar á milli.
Það er þó ekki aðeins orðnotkunin sem bendir til að í eldri sagnaritum
sé orðið siðaskipti einkum viðhaft um kirkjusiða- eða trúarháttabreytingu.
Hið sama kemur fram í þeim lýsingum sem brugðið er upp af aðgerðum
fyrstu lúthersku biskupanna. Í Biskupa–annálum Jóns Egilssonar er siða-
skiptunum í Skálholtsbiskupsdæmi t.d. lýst svo:
Með það kom biskupinn [Gissur] híngað aptur, og kom út með
það kóngsbréf, að prestarnir skyldu nú giptast, og sagði þeir skyldi
mestan tíðalestur, er þeir kölluðu, af leggja, því (það) væri sem
annað ónýtt mögl, og allt klukkna glamur og lángar hríngíngar,
og helgihöld mörg skyldi af taka; Máríutíðir og kveldlestur, þeir
þá kölluðu, niður leggja. En við þennan boðskap varð leikum og
lærðum undarlega, héldu það villu, og þá villumenn sem með þetta
fóru, og svo kom að sumir prestarnir sögðu af sér embættið, og voru
prestlausir eitt eður tvö, eður þrjú ár. Sumir leikmenn vildu ekki taka
þjónustu af þeim, sem þá nýju siði hefði, og svo gekk þetta til um
hans [Gissurar] daga [1540–1548], og líka um daga herra Marteins
[1549–1556], og fyrst framan af tíð herra Gísla [1558–1587], þar til
þeir gömlu allir, prestar og leikmenn, féllu frá, en úngir komu upp
aptur í þeirra stað; og um þennan allan áður greindan tíma varð
mikil presta fæð, því enginn vildi vígjast, því þeir sem áttu foreldr-
ana (á) lífi bönnuðu þeim það, en þeir vígðust sem engan áttu að;
varð þá einn prestur (að) hafa iij eður iiij kirkjur, og urðu að vígja
hvern sem þeir náðu, þegar hann var með nokkru móti þar lærður
og sú fullyrðing að Þórunn á Grund hafi ekki viljað leggja af „hinn forna átrúnað“.
Jón Espólín, Íslands Árbækur í sögu-formi IV deild, Kaupmannahöfn: Hið íslenska
bókmenntafélag, 1825, bls. 97 sjá og bls. 100, 127.
53 Jón Halldórsson, Biskupasögur II, bls. 11.
54 Jón Halldórsson, Biskupasögur II, bls. 11.
HEITI SEM SKAPA RÝMI