Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 207
206
til, að hann læsi; líka vel fengu þeir nefndarmennina,55 og vígðu
þá [...].56
Svipuð mynd er dregin upp í frásögnum af tilraunum Jóns Arasonar til
að endurreisa fyrra kristnihald í Skálholtsbiskupsdæmi eftir dauða Gissurar
Einarssonar. Þar segir m.a.:
[...] hvar sem hann fór um stiptið skipaði hann að halda við makt
hinum forna átrúnaði og öllum pápískum siðum, framdi og sjálf-
ur vígslur, fermingar og annað þvílíkt, en fyrirbauð og forbannaði
strengilega þá nýju kenningu og kirkjusiði, sem voru eptir konungs-
ins ordinantiu svo þá sýndist sem að mestu væri niðurkæft aptur í
Skálholtsstipti það skæra evangelii ljós og guðs orða kenning.57
Hér er að sönnu rætt um „guðs orða kenningu“ en áherslan er mjög á
ytri kirkjusiði. Vissulega eru náin tengsl milli þessara tveggja þátta trúar-
lífsins, þ.e. ytra atferlis og hinnar hugrænu hliðar eða hugmyndaheimsins.
Þetta kemur víða fram í dæmunum hér á undan og hefur einnig haft sín
áhrif í siðaskiptaferlinu sjálfu. Þessi samþætting endurspeglast einnig í
eldri ritum. Þar kemur tíðum fram að siðaskiptin fólu ekki aðeins í sér
deilur um kirkjusiði og framkvæmd þeirra heldur hafði og víðtækari hlið.
55 Nefndarmenn voru þeir sem tilnefndir voru til alþingisreiðar og úr hópi þeirra
voru lögréttumenn valdir til að taka þátt í dómum og löggjafarstarfi. Einar Laxness,
Íslands saga II. b. i–r, (Alfræði Vöku-Helgafells), Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1995,
bls. 144. Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endur-
nýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578, Már Jónsson tók saman, (Sýnisbók
íslenskrar alþýðumenningar 8. b.), ritstj. Davíð Ólafsson, Már Jónsson og Sigurður
Gylfi Magnússon, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004, bls. 81–83.
56 Jón Egilsson, „Biskupa-annálar“, bls. 85. Sjá og Jón Halldórsson, Biskupasögur I,
bls. 105. oddur Eiríksson, „Fitjaannáll“, bls. 48. Jón Espólín, Íslands Árbækur, bls.
18–19. Vissulega koma og fyrir lýsingar sem beinast að andlegari eða huglægari
hlið siðaskiptanna. Þannig segir Jón Halldórsson að í tíð fyrstu evangelísku bisk-
upanna hafi „[...] Lútheri lærdómur hér í landi af flestum [verið] fyrirlitinn, lastaður
og ofsóttur. Apur á mót pápískur lærdómur og siðvenjur höfðu þá yfirhönd hvað
h[erra] Marteinn og h[erra] Ólafur fengu að reyna á sjálfum sér. En í tíð Ólafs
biskups liðust þær ei opinberlega, heldur voru af yfirvaldinu alvarlega fyrirboðnar.
Kristileg þjónustugerð í kirkjunum, sálmasöngur og skikkanlegar ceremoníur voru
sérdeilis á efri árum Ólafs biskups komnar víðast í gott lag og venju, hvar til sá
merkilegi höfuðsmaður í landinu Páll Stígsson veitti biskupunum h[erra] Ólafi og
h[erra] Gísla Jónssyni sköruglegan styrk og fylgi [...]. Jón Halldórsson, Biskupasögur
II, bls. 12.
57 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 97–98.
hJalti huGasoN