Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 209
208
Í nútímaorðræðu þykir orðið siðaskipti hlutlausara og síður gildishlaðið
en siðbót. Sú er aftur á móti ekki raunin í sagnaritum frá 17. og 18. öld. Ef
frá eru taldir Biskupa-annálar Jón Egilssonar einkennast flest þeirra mjög af
að vera rituð í anda lútherska rétttrúnaðarins. Í málfari þeirra og ummæl-
um um miðaldakristnina endurspeglast neikvætt gildismat í hennar garð
sem kemur fram í harðri gagnrýni ef ekki fordæmingu sem virkar framandi
í samtímanum sem að minnsta kosti að vissu marki mótast af samkirkju-
legu (ekumenísku) hugarfari. Kemur þetta hvað best fram í Biskupasögum
Jóns Halldórssonar en þar ræðir hann um hið „gamla súrdeigið pápískr-
ar hjátrúar og hérvillu ósiða“ sem verið hafi samfara „lærdómsleysi og
fáfræði, ekki sízt prestanna“,64„[páfadómsins myrkur]“,65„[páfadómsins villu
og vantrúar-myrkur]“,66 “[gamla pápíska vantrú og hérvillu siði]“,67 „[páp-
ískan myrkrasvefn],“68 „[páfadómsins ofsa og ofbeldi]“,69 og „[illvilja hinna
pápisku]“.70 Þá er ögmundur Pálsson sagður af „páfans villu sterka víni
fordrukkinn“.71 Hinni nýju kenningu er hins vegar lýst sem „[réttri trú og
þekkingu á guðs hreinu orði]“,72 „[guðs orða lesningu, skilningi og kristi-
legri sannri trú]“,73 „[heilögu evangelii og guðs orða hreinu kenningu]“,74
„[hreinum evangelii lærdómi]“,75 og „[sáluhjálplegri kenningu og réttri
sacramentanna brúkan]“.76
Það gildishlaðna orðalag sem hér eru nefnd dæmi um stafar ekki aðeins
af margháttuðum átökum og spennu hins konfessionalíska tímabils heldur
stafar það ekki síður af því að um for-nútímalega sagnaritun er að ræða þar
sem ekki var stefnt að hlutleysi eða hlutlægni. Þvert á móti þjónaði sagna-
ritun á borð við þá sem Jón Halldórsson og ýmsir samtímamenn hans
64 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 157.
65 Jón Halldórsson, Biskupasögur II, bls. 1. Sjá og Jón Halldórsson, Biskupasögur II,
bls. 5, 38.
66 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 1.
67 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 116, 126. Sjá og Jón Halldórsson, Biskupasögur
II, bls. 21.
68 Jón Halldórsson, Biskupasögur II, bls. 5.
69 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 1.
70 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 3
71 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 2.
72 Jón Halldórsson, Biskupasögur II, bls. 5.
73 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 2.
74 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 3.
75 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 116. Sjá og Jón Halldórsson, Biskupasögur II,
bls. 21.
76 Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 3.
hJalti huGasoN