Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 210
209
stunduðu öðrum þræði boðunar- eða innrætingarhlutverki og var henni
beitt markvisst til að hafa áhrif á skoðanamyndun. Athyglisvert frávik frá
þessu er að finna í Biskupa-annálum Jóns Egilssonar. Þar má segja að fram
komi hlutleysi á töfraraunsæilegum nótum er Jón greinir m.a. frá óhugn-
anlegum og yfirnáttúrulegum atburðum sem gerðust í kjölfar sumra hrapa-
legustu aðgerða siðaskiptatímans.77 Þá segir hann líka frá illum örlögum
ýmissa þeirra er við siðaskiptasöguna komu og túlka má sem refsidóma.
Gildir þá einu þótt þeir hafi unnið að framgangi siðaskipta.78
Frá siðabót til siðaskipta – Leit að sögulegri hlutlægni
Elsta dæmið í ritmálssafni orðabókar Háskóla Íslands um að „-bót“ komi
í stað „-skipta“ sem síðari liður í íslenskri þýðingu á alþjóðlega heitinu
reformation er ekki að finna fyrr en frá öðrum áratugi 19. aldar nánar til
tekið 1818.79 Í síðara hefti „tímarits“ Magnúsar Stephensen (1762–1833)
konferensráðs og dómstjóra, Margvíslegt Gaman og Alvara, sem kom
út þetta ár birtist ritgerð eftir Árna Helgason (1777–1869) stiftsprófast
í Görðum á Álftanesi undir fyrirsögninni „Um siðabótarinnar birjun og
framgáng, árin 1517 til 1555“ og tengdist hún siðbótarafmæli sem haldið
hafði verið hátíðlegt árið áður.80
77 Jón Egilsson, „Biskupa-annálar“, bls. 72 (samkv. nmgr. 2 úr 8. viðbætisgrein Jóns
aftan við annálinn), 99. Sjá og sögnina um Gvend loka. Jón Halldórsson, Biskupasög-
ur II, bls. 56–58. Biskupa-annálar eru ekki annálar í venjulegum skilningi heldur
sögur Skálholtsbiskupa sem byggðar eru á fornum heimildum svo sem Hungurvöku
en einnig skjalasafni biskupsstólsins. Stíll þeirra stendur nærri fornum frásagnarstíl.
„Nýir siðir og nýir lærdómar“, bls. 498.
78 Um sálarangist Jóns Bjarnasonar (um 1514–1576) Skálholtsráðsmanns er fyrstur
lagði til aftöku Jóns Arasonar og sona hans: Jón Egilsson, „Biskupa-annálar“, bls.
104. Sjá Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 110. Um örlög Marteins Einarssonar:
Jón Egilsson, „Biskupa-annálar“, bls. 104. Sjá og Jón Halldórsson, Biskupasögur
I, bls. 110. Um örlög Daða Guðmundssonar (d. 1563): Jón Egilsson, „Biskupa-
annálar“, bls. 106–107. Sjá og Jón Halldórsson, Biskupasögur I, bls. 110. Björn
Jónsson, „Skarðsárannáll“, bls. 142. Jón Arason, „Vatnsfjarðarannáll“, bls. 46. Jón
Gissurarson, „Ritgjörð Jóns Gizurarsonar um siðaskipta tímana með formála og
athugagreinum eptir Jón Sigurðsson“, Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmennta að
fornu og nýju, Kaupmannahöfn: Hið íslenska bókmenntafélag, 1856, bls. 640–701,
hér bls. 693–694.
79 „siðabót“, lexis.hi.is, án dags., sótt 19. febrúar 2014 af http://lexis.hi.is/cgi-bin/
ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=408095&s=500990&l=si%F0ab%F3t
80 Árni Helgason, „Um siðabótarinnar birjun og framgáng, árin 1517 til 1555“,
Margvíslegt Gaman og Alvara, í Safni Smárita og Qvæda ymislegra Rithøfunda 2.
h., Beitistöðum, 1818, bls. 4–77, hér bls. 4, 15. Jón Thor Haraldsson, „Lúther í
HEITI SEM SKAPA RÝMI