Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 211
210
Rúmum þremur áratugum síðar (1852) sendi Jón Árnason (1819 –1888)
þjóðsagnasafnari frá sér ævisöguágrip um Lúther og er það öðrum þræði
gert til að bæta upp knappa frásögu Árna Helgasonar af dauða „[siðabót-
arfrömuðarins]“ en löngum hefur þótt skipta máli að hann hlaut hægt and-
lát.81 Í riti Jóns er siðabót ráðandi heiti sem viðhaft er um starf Lúthers og
afleiðingar þess eins og m.a. má sjá af efnisyfirliti og kaflafyrirsögnum.
Alls er 16 dæmi að finna um orðmyndina siðabót í ritmálssafninu en
ekki eiga þau öll við siðaskiptin á 16. öld fremur en að erlenda orðið reform-
ation vísi allaf til þeirra. Hér skal sérstaklega staldrað við eitt þeirra er finna
má í ræðu sem Magnús Helgason (1857–1940) prestur og fyrsti skólastjóri
Kennaraskóla Íslands (frá 1908) hélt eftir messu í Hrepphólakirkju á sið-
bótardaginn 1917. Þar rekur hann starf Lúthers og ræðir m.a. frelsis-,
jafnréttis- og menntunarkröfur hans. Síðan ritaði hann:
Það leið eigi á löngu, að þessi mikla hreyfing bærist hingað til Íslands
og legði það undir sig. En svo var sigri hennar háttað hér á landi, að
eg hika við að kalla hana siðabót, kýs heldur nafnið siðaskifti.82
Ummælin sýna að siðabót hafði á þessum tíma öðlast festu í málinu
en hugsast getur að þetta sé eitt fyrsta dæmið um viðleitni til að forðast
þá gildishleðslu sem síðar á 20. öld var talin mæla gegn notkun heitisins
sið(a)bót. Athyglisvert er að aðferðirnar við að koma breytingunum á hér á
landi vöktu efasemdir Magnúsar um orðnotkunina. Stafar það ugglaust af
sjálfstæðisbaráttunni og sambandsmálinu en ræða Magnúsar birtist í upp-
hafi fullveldisársins (1918) í Andvara, tímariti Þjóðvinafélagsins. Félagið
á sem kunnugt er rætur að rekja til stjórnmálastarfs Jóns Sigurðssonar
(1811–1879) forseta.
Fyrsta dæmi ritmálssafns orðabókar Háskólans um orðmyndina siðbót
í merkingunni siðbót Lúthers og afleiðingar hennar er enn yngra en elstu
íslenskri sagnfræði“, Lúther og íslenskt þjóðlíf. Erindi flutt á ráðstefnu um Martein
Lúther, er haldin var 4. nóvember 1983 í tilefni þess að 500 ár voru liðin frá fæðingu
hans, ritstj. Gunnar Kristjánsson og Hreinn Hákonarson, Reykjavík: Hið íslenska
Lúthersfélag, 1989, bls. 13–38, hér bls. 21–23.
81 Jón Árnason, Ágrip af æfisögu dr. Marteins Lúthers, Reykjavík: E. Jónsson, 1852,
ónúmeruð formálsorð. Heiko A. oberman, Luther – Mensch zwischen Gott und
Teufel, 2. útg. Berlín: Severin und Sieber, 1983, bls. 11–16.
82 Magnús Helgason, „Siðaskiptaræða í Hrepphólakirkju eftir messu 31. október
1917“, Andvari 43/1, 1918, bls. 72–95, hér bls. 76.
hJalti huGasoN