Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 213
212
(1805–1891) biskups frá 1871.88 Í endurskoðaðri gerð þeirrar bókar sem út
kom 1886 hafði sá flokkur verið felldur brott en í sálmum um „höfuðatriði
kristindómsins“ (alls 474 sálmar af 636) er að finna deildina „Um kristilega
kirkju, kristniboð og siðbót“. Til hennar töldust 11 sálmar og á ekki síst sá
síðasti (nr. 430) við síðasttalda atriðið.89 Athygli vekur að milli útgáfanna
tveggja birtist rit Þorkels Bjarnasonar Um siðbótina á Íslandi. Styður það
að heitið í þessari nýju mynd hafi slegið í gegn um þessar mundir meðal
kirkjunnar manna.
Elsta dæmið sem ritmálssafnið gefur um orðmyndina siðbót er úr ágripi
af sögu Austfirðinga eftir Jón Jónsson (1849–1920) í Bjarnanesi sem birtist
upphaflega í nokkrum tölublöðum Austra á Seyðisfirði 1884. Athyglisvert
er að þar koma bæði fyrir orðið siðbót og siðaskipti í örstuttu ágripi um
það efni og virðast þau vera samheiti.90 Gæti það bent til að á þeim tíma
hafi orðmyndin siðbót verið að ryðja sér til rúms við hlið eldra heitisins,
þ.e. siðaskipti, og hafði orðmyndin siðabót brúað bilið milli þeirra mikinn
hluta 19. aldar.
Á tveimur fyrstu áratugum 20. aldar (1905–1915) gaf Ágúst H. Bjarnason
(1875–1952) sálfræðingur og heimspekingur út hugmyndasögurit sitt Sögu
mannsandans. Í fimmta og síðasta bindinu (Vesturlönd) fjallaði hann um
Martein Lúther og starf hans undir fyrirsögninni „Siðbótin“.91 Þá lét hann
þó í ljós ámóta efasemd um orðið og Magnús Helgason gerði tveimur
árum síðar en þó á öðrum forsendum. Taldi hann að kirkja Lúthers hefði
fljótt orðið jafníhaldssöm og umburðarsnauð og miðaldakirkjan, vald kon-
88 Tveir sálmar tilheyrðu flokknum og voru sömu sálmar í báðum bókunum. Ev-
angelisk-kristileg Messu-saungs og Sálma-Bók að konúnglegri tilhlutun samantekin til
almennilegrar brúkunar í kirkjum og heima-húsum, Leirárgörðum: Hið konunglega
íslenska landsuppfræðingarfélag, 1801, bls. 315–316. Sálma-bók, til ad hafa vid
gudsþjónustugjörd í kirkjum og heimahúsum, Reykjavík: Prentsmiðja Íslands, 1871,
bls. 360–361.
89 Það er þýddur sálmur „Lofið glaðir guð á hæðum“ eftir Helga Hálfdánarson.
Sálmabók til kirkju- og heimasöngs, 2. prentun, Reykjavík: Sigfús Eymundsson, 1889,
bls. 376–388, 581 (skrá um sálmaupphöf).
90 Jón Jónsson, „Ágrip af sögu Austfirðinga“, Austri 1. árg., nr. 5, 20. febrúar 1885,
dálkur 55–56.
91 Vert er að geta þess að Ágúst notar heitið siðbót þvert á kirkjudeildir og viðhefur
það um Lúther, reformertu siðbótina sem og þá kaþólsku sem oft hefur verið nefnd
gagn-siðbótin. Ágúst H. Bjarnason, Saga mannsandans V. b., Vesturlönd, 2. útg.
Reykjavík: Hlaðbúð, 1954, bls. 69, 70, 95.
hJalti huGasoN