Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 215
214
„umbætur“ í ýmsum samsetningum, en talaði um „siðbótar-mótspyrnu“,
„gagnsiðbót“ og „viðreisn“ þegar um viðbrögð kaþólsku kirkjunnar við
hræringum 16. aldar var að ræða.94
Í kirkjusögu Íslands varð heitið siðaskipti fyrirferðarmeira en fyrra
heftið bar undirtitilinn „Kristnihald þjóðar vorrar fyrir siðaskipti“ en hið
síðara „Kristnihald þjóðar vorrar eftir siðaskipti“. Þá réð siðaskipti för
í formála síðara bindisins.95 Af upphafsorðum í „Inngangi“ má þó sjá að
Jón notaði siðaskipti frekar um ytri eða pólitískar breytingar en siðbót
um innri eða guðfræðilega endurskoðun. Þar ræddi hann m.a. inntak og
eðli Leiðarhólmsskrár frá 1513 og benti á að sumum hafi virst samþykktin
„svo sem rödd um siðbót“.96 Hann taldi þó höfðingjana sem að henni stóðu
hafa vitað „[...] sig í fylsta samræmi við kirkju sína [...]“ og að þeir hafi
kennt „[...] engrar þrár eftir breytingum á því, er að hinu andlega lýtur,
eða óánægju yfir meðferð kirkjunnar á því.“97 Taldi hann því hér hafa
vantað „[...] með öllu þau meginatriði, sem mestu skifta þar sem um trúar-
lega siðbót er að ræða.“98 Réttnefndar kirkjulegar „siðbótarkröfur“ áleit
hann hins vegar fyrst og fremst beinast að „[...] andlegu hliðinni, kenningu
kirkjunnar, helgum siðum hennar og athöfnum“.99 Hann taldi enda að um
„[...] siðbótarraddir á undan siðaskiftum hér á landi [...]“ hafi ekki verið að
ræða.100 Hér má greina áhugaverða tilraun til að gefa orðunum siðaskipti og
siðbót þrengri og sértækari merkingu en þegar þau eru notuð sem almenn
samheiti yfir trúarlegar og trúarpólitískar hræringar 16. aldar í löndum
mótmælenda. Í þessari orðnotkun Jóns á 3. áratugi nýliðinnar aldar má
líklega greina einhverja fyrstu tilraunina til að skapa orðrænt rými til
nákvæmra sundurgreininga af því tagi sem hér er til umræðu. Annars eru
heitin siðbót og siðaskipti ekki hluti af burðargrind ritsins þar sem Jón
fjallaði um straumhvörf 16. aldar undir meginfyrirsögnunum „Evangeliskt
94 Jón Helgason, Almenn kristnisaga III. b., Lok miðalda og siðbótartíminn, Reykjavík:
Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, 1917, bls. iv–vi (efnisyfirlit). Jón Helgason,
Almenn kristnisaga IV. b., Nýja öldin, Reykjavík: Bókaversl. Sigf. Eymundssonar,
1930, bls. v (efnisyfirlit).
95 Jón Helgason, Kristnisaga Íslands frá öndverðu til vorra tíma II. b., Kristnihald þjóðar
vorrar eftir siðaskipti, Reykjavík: Félagsprentsmiðjan, 1927, bls. v–vii.
96 Jón Helgason, Kristnisaga Íslands II, bls. 1.
97 Jón Helgason, Kristnisaga Íslands II, bls. 1.
98 Jón Helgason, Kristnisaga Íslands II, bls. 1.
99 Jón Helgason, Kristnisaga Íslands II, bls. 1.
100 Jón Helgason, Kristnisaga Íslands II, bls. 1.
hJalti huGasoN